Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 33
33 staði, sem eru rétt hjá háum hengifossi. Gilgljúfrið að þeim fossi er þvert fyrir fé, sem hrekur innan-að, ofan-úr fjalli í áfallandi veðrum, og er enn ætíð byrjað fyrst á því, að reka fénað frá þeirri hættu, sem valdið hefir tjóni. — En nokkurn hengifoss hjá bænum Fossi tiefir enginn þekkt (sbr. 34), heldur hávaða. Þar að ánni þekki ég ekki hættu eða að orðið hafi tjón. 4. Til Flosadals. Eins og vegur var fyrir austan Þríhyrning, eins hefir hann einnig verið fyrir vestan hann, yfir hálsinn; það sanna götur þar ljóslega. Þar er auðvelt að fara dreift eða á ýmsum stöðum yfir, og svo mun hafa verið gert. Flosadalur er undir suðvestasta horni Þríhyrnings og að hárri öxl þar hins vegar. Hafi nú Flosi, þegar hann reið frá brennunni austur til dalsins, fyrir neðan Vatnsdalsfjall, farið fyrir norðan Þrí- hyrning til að forðast hættur, umferð og troðninga, mátti hann hvorki komast fram hjá Hrappstöðum né bæ Starkaðar, sem áður segir, án þess að þeir blöstu við ferð hans. Sú leið til dalsins er að vísu hálfu lengri og sízt betri. Austan-í fjallinu er al-ófært til dalsins (41), t. d. yfir Bólgil, Trippagil og Tómagil. Auk þess hefir hann orðið að fara nálægt Reynifelli og Þorleifsstöðum, en um byggð þar er ókunnugt með öllu. Hvað sem um dvöl Flosa í Hólminum er að segja, mun hann hafa farið sunnan-megin og látið býlið sunnan-í Reynifellsöldu, hafi það verið til þá fara í hvarf fyrir uppgönguna; annars staðar að var al-ófært fyrir hesta. 5. Hlíðarendavegur um Þríhyrning. Hvort sem var farið frá Hlíðarenda fyrir vestan eða austan Þrí- hyrning, var farinn einn og hinn sami vegur út undir syðsta hornið. Þar skiptist vegurinn; hinn syðri lá um Réttarhól og yfir hálsinn, út á sunnanverða Rargárvelli, til Þorgeirsvaðs, Hofs, Kirkjubæjar o. s. frv.; en hinn vegurinn lá norður með allri suðausturhlið fjallsins, um garð á bænum »Undir Þríhyrningi«, yfir Hrafnagilin bæði, niður Hrafnatungu, fyrir sunnan Þjófafoss, og yfir Fiská nálægt Hrappstöð- um. Sú leið liggur um efstu byggð Rangárvalla. — Frá Hlíðarenda að Keldum er syðri leiðin bein og miklu fljótfarnari, þótt hálsinn sé brattur að vestan. Njála getur þess, að Þorgeir Starkaðarson undan Þríhyrningi 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.