Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 36
36 hærra en upp með Flókastaðaá (38, 39), þ. e. um Flókastaðii Þar mun nær 100 m.(?) hæð, snarbrött, fyrir ofan bæinn (sbr. uppdtátt herfr.). En leiðin þaðan er um Kotvallarveg, austan-í Kotamannafjalli, upp til íraheiðar, og þá fyrir norðan Hvolsgil, til að komast heim að bænum (Þórunúpi); enda mun þetta vera kirkjuleiðin þaðan að Freiða- bólstað, sem er austan Flókastaðaár, og er þessi leið skemmri en hin. Annars staðar en hjá Sámstöðum hefir þá ekki verið fært með »akfæri«. — Að Vatnsdal er mun brattlendara (38). — Á Þórunupi hefir fénaði jafnan verið haldið fyrir framan bæinn (2), því að engjar eru fyrir norðan hann. Þann stað, þar sem Höskuldur var veginn,. hefir mér verið bent á fyrir vestan Vatnsdalsveg að Breiðabólstað, eða með öðrum orðum: millli Þórunúps og Sámstaða, eða »milli Sléttafells og Sámstaða« (Árb. 1896, 32). — Brynjúlfur Jónsson hefir ekki bent á Þórunúp sem Holt (39), heldur Reynfellsöldu (1), en þar ælta ég smábýli verið hafa; tættur eru þar litlar, og hafa hús öll líklega verið í brekkunni, laus við aurinn fyrir neðan, sem er grjót- apall, sennilega eldri en frá landnámstíð. Hefnt Höskuldar. — Varhugavert er að sleppa Þverá (sbr. Eglu og Landnámu) í frásögninni um ferð Njáls-sona — liklega gang- andi (39) — að Sámstöðum. Og vandfundinn mátti Lýtingur vera fyrír norðan Vatnsdalsfjall, ofanhallt við Þorgeirsvað (4, 39). Þessi fundur þeirra Njáls-sona og Lýtings gerðist ekki heldur sunnan ár, heldur við læk fyrir norðan eða ofan hana, — sem enginn er þar til við Rangá, né hefir verið. Frá Rangá norðan Vatnsdalsfjalls er löng leið og erfið að hleypa ofan að Vorsabæ. Hafi Lýtingur flúið upp að Þorgeirsvaði, má svo heita, að hann hafi lagzt út. Slíkt lítilmenni læt ég hann ekki vera. Sagan gefur ekki tilefni til þess álits Annað mál er það, að hann vildi ekki láta taka hús á sér heima hina fyrstu nótt, eða vildi ekki þegar reyna að safna liði að sér, eftir illa séð óhappaverk. Þess er líka að gæta, að hafi Holt staðið suðvestan-undir Reyni- fellsöldu (39), mun það hafa átt hinn syðsta hluta Hólmslanda og hefði þá Þorgeirsvað verið í miðri landareign Hróðnýjar. Myndi hann þá sízt hafa leitað griðastaðar þar, hjá vöðum á Rangá og þar sem vænta mátti umferðar. — Illt mundi einnig að heyra þar mannamál nærri ánni, fyrir árniðnum. Auk þess, sem nú er sagt, má bæta því við, að sunnan ár mun aldrei hafa verið »melbakki«, allt ofan frá Reynifellsvaði (8) suður fyrir Tungufoss, og bakkinn eða fitin að Sellæknum (37—38) er þunn- ur jarðvegur og í réttu hlutfalli við landslag þar að. Norðan ár kynnu að hafa verið bakkar um Eyrarvað (8) eða þar í kring.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.