Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Side 38
38
og því ekki að vænta Holtavaðs þar (23—25, 43, 45—46). í nærri ó-
segjanlegri liðsþörf Flosa var í mesta máta óhyggilegt að ríða fram
hjá mörgum vinum og styrktarmönnum úr Fljótshlíð, og t. d. jafn-
óvissum manni og Ingjaldi á Keldum; það er hreint og beitn alveg ó-
hugsanlegt, af jafn-hyggnum manni og Flosa. Þar á ofan var Ingjaldi
engu styttra, — en mikið óeðlilegra — að riða til baka frá Ytri-Rangá
og heim fyrst, og svo þaðan aftur til þings. Slíkt held ég þurfi ekki
að orða. En um Mörð á Hofi er það að segja, að hann virðist ekki
hafa verið kominn á stað til þingfarar; hann »reið til fundar við
Flosa og kvaðst ríða vilja til þings með honum með öllu liði sínu»
(kap. 117).
Ég hefi litið svo til, að hinn forni Þingskálavegur yfir Ytri-Rangá
hafi verið afar-lengi, ef ekki alla tíð, vestur úr Kaldbaksnesi, þar sem
hann var enn langt fram á mitt minni. Og veginn þaðan til Þingvalla
út að Lunansholti, — varla í krók né verri veg, og því síður að
Holtsmúla. Þar munu götur sunnan úr Holtum, má ske frá vaði á
Ytri-Rangá hjá Ægisíðu eða Árbæ, ef til Þingvalla liggja.
d. Dufþaks-Holts-vað
(kap. 116-17,131).
Þjóðvegurinn að austan var ætíð fyrir austan Hemlu, þangað til
sandgræðslugirðingin kom 1928, og hið forna vað á Þverá, „milli
bóta", þ. e. Lambeyjar og Hemlubótar, sem umferð og troðningur
má hafa hjálpað til að slíta í sundur, af ál þeim, sem lengi mun hafa
runnið fyrir sunnan þær bætur. Norðan ár tóku við Moshvolsbakkar,
fyrrum líklega Dufþaksholtsbakkar. Á þeim bökkum mun vegurinn
hafa skipzt, þó nú sé þar afbrotið, sem skiptingin hefir verið. Stefn-
ir annar upp mýrarsundið, hjá Giljum og yfir Hvolsgil fyrir austan
Efra-Hvol, á svo-kölluðu Skógarvaði. — Að því eru stórar geilar
beggja vegna, liklega að sumu leyti af umferð. — Þar hefir svo þessi
vegur legið norður til Hofsvaðs og síðan upp úr til Þingvalla.
Hmn vegurinn frá Þverá lá vestur undir Dufþaksholt, upp með
túngarði þar og yfir mýrarsundið að Miðkrika, upp með þeim bæ að
vestan og norður, á milli tveggja garða, er voru til varnar sem trað-
ir, til Djúpadals (og annar var vestar yfir Rangá). Var þessi vegur
notaður til kaupstaðarferða á Eyrar o. s. frv. í gamla daga mun hafa
verið farið á dreif yfir mýrarsundið. Enn í manna minni var þar á
einum stað smábrú yfir eina keldu, og brúin með hellu yfir kelduna.
Auk þessara tveggja vega frá vaðinu á Þverá lá hinn þriðji inn
til Fljótshlíðar; fóru Fljótshlíðingar allir þann veg, eftir Þverárbökk-
um, fram á mitt minni, er þeir fóru að eða frá Dufþaksholti.