Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 42
42
'Skeifnadalur, fjallsmegin við veginn, og endar við Kúalágarholt, ofan-
við þjóðveginn, og heldur síðan áfram austur að Engigarðsgili, en
heitir þá Messuholt. Milli þess og Selhryggjar og þjóðvegarins og Engi-
garðsgils er Selhryggsmýri. Er þá komið þangað, þar sem Reynis-
fjall þrýtur og Vík endar. Heitir þar Fjallsendi, og taka þá við
Reynis-, Foss- og Gatna-Iendur.
Við Iögðum upp á heiðina um Götuskál. Norðurbrúnir Arnar-
stakksheiðar liggja í stórum bug sunnan- og austan-að Heiðardal og
Heiðardalsá, en hún rennur í þröngum bug kringum norðausturhornið
á heiðinni. Austan-við þetta horn og hinum megin Vatnsár eru Kár-
hólmar. Austurbrún Arnarstakksheiðar er yfirleitt bein frá norðri til
suðurs. Hlíðar heiðarinnar að austan suður til Bólstaðar heita Flár,
en landið austan árinnar Kerlingardalsflatir. Fyrir sunnan Kárhólma
ibætast Vatnsá tvær smá-ár, og nefnist hún síðan Kerlingardalsá. — Inn í
suðurbrún Arnarstakksheiðar (nú skipt í Víkur- og Arnarstakks-heiði)
skerst djúpt gil, sem nefnist Öxnafótagil og liggur til norðvesturs á
-að gizka einn þriðja hluta hennar, talið frá suðri til norðurs. Heiðinni
hallar til norðurs og suðurs, og eru hallaskilin skammt sunnan-við
Öxnafótabotnana. Tveir þriðjungar hennar liggja því við norðurátt, en
að eins einn þriðji veit mót sólu. Er því megin heiðarinnar orðið með
tímanum að grjóturð og moldarflögum. Hins vegar er suðurhalli
hennar enn allgrösugur og fagur yfir að líta. Það ræður því að lík-
ándum, að ég hafi ekki orðið margvís um þjóðvegaminjar frá fyrri
tímum á norðurhalla heiðarinnar, enda engra minja þar nú að leita.
En er við komum á hæðaskilin, er áður greinir, tóku við vallendis
torfur allgrösugar beggja megin Öxnafótagils. Sáum við þá austan gils-
ins allmikla götutroðninga, sem virtust koma úr átt frá Arnarstakki
■og stefndu ofan og austur hallann í áttina til Fagradalsklifs. Gátum
við talið þar fullar 60 götur á breidd. Nú snerum við vestur að Öxna-
■fótagili, og hittum þar fyrir aðra götuslóða, og ekki minni; höfðum
við ekki tóm til að rannsaka þessar götur lengra vestur, því að gilið
var þarna ófært til yfirreiðar, og hefðum við því þurft að halda til
baka all-langt norður á heiðina aftur, til þess að komast vestur-yfir.
En það sáum við, að álíka troðningar lágu niður í gilið sem upp
úr því. Töldum við okkar megin gilsins um 80 götur, og voru hinar yztu
svo vallgrónar, að líkindi voru til, að margar væru þegar sokknar í
jörðu. Héldum við síðan þessar götur beina leið að Fagradalsklifi. En
skammt fyrir vestan það komu áðurgreindar götur úr norðvesturátt
á þessar, sem frá Öxnafótagili komu. — Gengum við nú á Fagradalsklif.
Ég hafði aldrei áður komið á Fagradalsklif. Ég hafði ætíð áður
ihorft upp til Fagradals með Iotningu þeirri, sem fagurt listaverk vekur