Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 49
49 um og tám fundust ekki; hafa sennilega fokið á burtu; og hálsliði vantaði, og fundust ekki, hvernig sem leitað var. — Þessi bein voru jörðuð í Skarði. Aftur fundust bein af tveim mönnum vorið 1907. Ég var þá ekki hér og hefi ekki getað fengið neinar glöggar upplýsingar um þau. En eftir því, sem ég hefi komizt næst, þá hafa þau legið ca. 100 faðma í austur-landsuður frá Vindási. Þessi bein voru einnig jörðuð í Skarði«. Vorið 1927 fundust enn bein tveggja manna á þessum slóðum. Blésu þá upp tvær dysjar um 107 m. í vestur frá vörðunni á bæjar- leifunum á Vindási og voru um 14 m. milli dysjanna. Guðmundur hreppstjóri tilkynnti sýslumanni fundinn og hann síðan mér. Fór ég frá Bergþórshvoli 19. Júlí um sumarið og athugaði dysjastæðin. í syðri dysinni hafði fundizt spjótsoddur og afhenti hreppstjóri mér hann, en mannabein fáein, rotnar leifar, hafði prófastur tekið heim til sín að Fellsmúla. Athuyaði ég þær þar og voru þær úr báðum dysjunum. Þær voru of fúnar og litlar til þess, að nokkuð verulegt yrði af þeim ráðið, hve stór beinin hafi verið og hvort heldur úr karli eða konu. Jaxlar nokkrir voru með öðrum þeirra, allslitnir. Af spjótsoddinum í syðra dysjarstæðinu má vitanlega ráða, að þar hafi verið heygður karl- maður, en af tönnum þeim, sem Guðmundur fann í nyrðri dysinni, virtist honum, að þar hefði verið heygð kona eða unglingur. — Dysja- stæðin voru sandur einn, og sáust þar lítil verksummerki; þau voru örfoka að mold, en sandur var þar mikill og nokkuð af steinum i, sem bornir höfðu verið í dysjarnar. í syðri dysjarleifunum fannst lítil lykkja úr bronzi, lVgCm. að lengd og 1,2 um spaðann, og eru á hon- um 2 naglagöt. Spjótsoddurinn var fornlegur, líklega frá 9. — 10. öld. Fjöðrin var heilleg, og mun þó vanta nokkuð ofanaf; 24,7 cm. að lengd; en af falnum voru að eins molar einir. Breidd fjaðrarinnar var 3 mm.—3 cm. Prófasturinn afhenti beinin og eru þau nr. 9355—56 í Þjóðmenningarsafninu, en spjótsoddurinn og bronzilykkjan nr. 9357—58. Vorið 1930 komu hér enn upp ein mannsbein og tilkynnti Guð- mundur hreppstjóri mér fundinn með bréfi, dags. 18. Apríl. Kvað hann þau þá föst í klaka og eigi hafa verið hreyft við þeim. Bað ég hann láta hylja þau aftur, unz ég rannsakaði dysina. Um sumarið. 2. Ág., fór ég austur og skoðaði þetta. Voru beinin í örfoka sandauðn sem hin fyrri, fám föðmum norðvestar en þau, sem komu þarna í ljós 1927. Höfuðkúpan var efst, frenur heilleg; handleggsbein, nokkrir liðir og bein úr fótleggjum voru undir henni og suðvestan-undan henni; mjaðmarbein neðst, um V* m. undir yfirborðinu. Svo var að 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.