Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 57
57
auganu eru leifar af sköftunum. Hnífurinn hefir verið 19,7 cm. að
lengd. Leifar af tréskafti eru um tangann. Blaðið er um 9 cm. að
lengd og er með mikilli ryðkássu um, svo sem það hafi verið í leður-
skeiðum, sem hafi ummyndazt í ryð út frá blaðinu. — Skjaldarbólan
er 13,6—14,5 að þvermáli um kragann, og er hann um 1,5 cm. að
breidd, en að hæð er bólan 6 cm., og er laglega hvelfd. — í krag-
anum eru þrír naglar.
Dysjar þessar eru sennilega frá síðari hluta 10. aldar, en engum
getum verður leitt að því, hver hér hafi verið heygður.
Matthías Þórðarson.
Um fornleifafund á Úlfarsfelli.
Skýrsla eftir Þorleif Jóhannesson.
Mánudaginn 2 Júní 1930 fór ég með Guðbrandi Sigurðssyni, hreppstjóra
á Svelgsá, upp að Úlfarsfelli i Helgafellssveit, til þess að athuga þar fornleifar,
sem fundust þar, er verið var að grafa kjallara, sunnan-við bæ þann, er nú
stendur þar.
Kjallaragröfin snýr frá norðri til suðurs; lengd hennar er 6,25 meter, en
breidd 3,86 m. í botni grafarinnar, er var 1,85 m. á dýpt, var þró við suður-
gaflinn. Þegar við komum þar, sást á hellur, er mynduðu ferhyrning, og var mok-
að svo upp úr, að það var auðséð, að þær voru reistar þannig, að þær mynduðu þró.
Við mokuðum upp úr þró þessari þar til að kom ofan á hellu, er var í botni
hennar. Hellur þær, er mynduðu hliðarnar, stóðu á botnhellunni. í þremur hliðum
var sin hellan í hverri, en í austurhliðinni voru tvær hellur felldar saman. Á
hellu þeirri, er myndaði suðurhliðina, hafði verið gat, en þar á bak við hafði
verið sett litil hella með hnúð á, er gekk út í gatið. Öll samskeyti voru þéttuð
með hvíileitum leir, er Jón Benediktsson, bóndinn á Úlfarsfelli, sagði að væri
þar uppi í hálsinum. í botni þróarinnar og einkum i hornunum var mikið af
hvítgrárri leðju; tók ég dálítið með mér af henni. Hún! þornaði fljótt og varð
þá hörð og molnaði. — Þróin hefir verið í vesturhorni á húsi, því að undirstöður
af vegg voru fast við hana að vestan verðu, og eins að sunnan verðu Frá
eystri hlið kjallaragiafarinnar að eystri barmi þróarinnar voru 103 m., en vestri
barmur hennar 2,22 m. frá vesturhliðinni, en suðurhliðin fast við suðurgaflinn.
Stærð þróarinnar var þannig: Dýpt 67 cm , lengd frá norðri til suðurs 77 cm.,
suðurhlið 80 cm, en norðurhlið 63 cm. Við tókum hellurnar upp, því hleðsla
hlaut að koma yfir þróna. Var erfitt að koma þeim upp, því þær voru all-
þungar Undir botnhellunni var óhreyfð leirjörð. — Ég bað Jón bónda um að
geyma hellurnar, svo að þær skemmdust ekki eða glötuðust.
Síðar varð mér kunnugt, að steinkola og lítið brýni hefðu fundizt í kjallara-
gröfinni; er það hvorttveggja geymt hjá Guðbrandi hreppstjóra.1)
I sambandi við þetta skal ég geta þess, að nokkru síðar átti ég tal við
Guðmund, son Guðjóns bónda á Saurum í Helgafellssveit, um fornleifar þessar;
sagði hann mér þa, að fyrir nokkrum árum hefði veiið grafið þar fyrir hey-
hlöðu, norður-af íbúðarhúsinu; hefðu þeir þá komið ofan á þró, líka þeirrí, er
fannst á Úlfarsfelli, en að því, er hann minnti, mun hún hafa verið nokkru minni.
Þessu hafði öllu verið rótað, án þess að athuga það frekar.
1) Steinkolan, brýnið og sýnishorn af hvítgráa efninu (leirnum) i þrónni hefir nú verið sent
til Þjóðminjasafnsins, en hellurnar eru á Úlfarsfelli.