Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 60
Skrá yfir eyði-býli,
'hjále igur og -sel í Húnaþingi.
Eftir Þorstein Konráðsson.
1. Hrútafjarðarhreppur hinn forni.
Staðarhreppur.
1. Eyðijörð, nafnlaus, í Hrúta-
tungu-landi (6)1).
2. Hellukot (6—7). Johnsens
jarðatal getur um býli þetta og
telur eftir hreppstjóra 95 álna
landskuld.
3. Hólkot (9). Johnsens jarða-
tal getur um eyðihjáleiguna Hól-
kot, og að hreppstjóri telji 7 vætta
Iandskuld og 4 kúgildi. Árni Magn-
ússon getur um girðingar, er beri
vitni um, að þar hafi byggð verið.
— Leigumáli Johnsens virðist eiga
við Balkastaði.
4. Flatarkot (10—11).
5. Skotingefla (11).
6. Grillir (16). Johnsens jarða-
tal getur þess; telur eftir hreppstj.
110 áln. landskuld og 2 kúgildi.
Síðari jarðabækur geta þess ekki.
7. Nafnlaust eyðibýli í Reykja-
landi (19).
8. Hjáleiga nafnlaus í túninu á
Reykjum (20).
9. Bakkakot (21).
10. Saltvík (22). Saltvík liggur
við Hrútafjörðinn, skammt fyrir
sunnan, er Grímsá fellur í sjó.
Sjást enn nokkur túnmörk, girð-
inga- og rústa-leifar. Þjóðsagnir
herma, að þar hafi til forna verið
bænahús og grafreitur. Auðunar-
máldagi frá 1318, Jóns skalla
frá 1360, Péturs Nikulássonar frá
1394 og Ólafs Rögnvaldssonar frá
1461 telja allir, að Staðarkirkja
eigi fjórðung i hvalreka í Saltvík.
Þjóðsögn segir, að langt fram á
seinni ár hafi á haustkvöldum sézt
þar ljós, er loga átti á mannsístru.
2. Miðfjarðarhreppur hinn forni.
Ytri- og Fremri-Torfastaðahreppur.
1. Bálkastaða-sel (27—28). hafa báðar þessar búðir staðið í
2. Skallabúð (28). hinni svo-kölluðu Bálkvík.
3. Önnur sjóbúð(28). Sennilega 4. Seltangi þekkist ekki í gögn-
1) Tölurnar í svigum aftan-við býlanöfnin eiga við blaðsíður í Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalins, VIII. bindi.