Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 67
67
verið byggt svipaðan tíma og
Tungusel, en þó að líkum fyr
farið í auðn. Túnmál og rústa-
leifar glöggar. Jarðabækur geta
þess ekki.
27. Gerði fyrir neðan túnið á
Guðrúnarstöðum (292). Á býli
þessu hefir verið byggt upp síðar,
og búskapur haldizt á því fram á
seinni hluta 19. aldar. Nú er það
að öllu komið i auðn, en tún-
málið vaxið saman við tún heima-
jarðar.
28. Vaglasel stendur fram á
hálsinum fyrir framan Vagla,
fram við svo-kallaðan Illa-flóa.
Var það byggt að einhverju leyti
um miðja 19. öldina. Nú fyrir
löngu komið í auðn. Túnmál
ekkert. Rústir af húsum all-
glöggar.
29. Melagerði (293). Á Mela-
gerði bendir allt til að hafi lengi
búskapur haldizt. Túnmál, rústir
af húsum og garðlögum, er allt
mjög glöggt.
30. Guðrúnarstaðasel í Guð-
rúnarstaða-Iandi stendur suður- og
upp-undir Gilskarði. Ókunnugt
hve nær byggðist eða fór í auðn.
Rústir glöggar. Túnmál ekkert.
31. Marðarnúpssel í Marðar-
núpslandi er í Auðkúlusókn. Þess
er ekki getið í jarðabókum. Hefir
lengi verið byggt; fór í auðn
skömmu eftir 1920. Tún gaf af
sér 20—30 hesta.
32. Gróustaðir (297). Á býli
þessu virðist, að búskapur hafi
haldizt all-langt aftur í tíma, þó
jarðabækur ekki geti þess. Tún-
mál er þar glöggt, girðingar og
rústaleifar. Fornbýli þetta er talið
landnámsbýli; sagnir úr Vatns-
aælu.
33. Bakki (298) leigubýli; um
hann getið i öllum jarðabókum;
fór i auðn; lagður undir Eyjólfs-
staði 1906.
34. Nyrðra-Hvammkot (301—
302). Sameinað Hvamminum um
1840.
35. Hvammssel á Sauðadal
nefnir Á. M. (301—302), hafi verið
upp með Hvammi, en hvar, viti
menn ekki. Selstaða þessi mun
snemma hafa lagzt niður. Hefir
hennar ekki verið getið á seinni
árum.
36. Syðra-Hvammkot (302).
Býli þetta virðist hafa verið byggt
eftir þann tíma all-Iangt inn í ár.
Túnmál er þar ljóst, og rústir af
húsaleifum skýrar.
37. Eilífstóftir (302). Eilífs-
tóftir eru suður og upp frá tún-
inu í Hvammi, beint austur-af
Syðra-Hvammkoti. Virðist, að þar
hafi verið byggð löngu siðar,
þótt jarðabækur geti þess ekki.
Túnmörk eru glögg, nema að
sunnan; þar fallið skriða. Garð-
lög, og rústir glöggar, benda á
stuttan aldur.
38. Foss, fornbýli í Hvamms-
landi undir Hjallafossi; ekki getið
í jarðabókum. Óljósar sagnir til
um fornbýli þetta. Sést glöggt
5*