Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 68
68
túnmál, rústir og garðlög. Stærð við Urðarvatn; byggt um 1880
túnmáls 3 dagsláttur. Brúkað nokkur ár; féll svo í auðn.
39. Hvammssel stendur norðan-
8. Torfalækjarhreppur.
Kolkumýrar.
1. Giljársel er kallað á Sauða-
dal. Á. M. getur þess ekki, en
tóftabrot eru þar og helzt við
þau nafnið. Óvíst allt um sel
þetta.
2. Kringlusel; Á. M. nefnir, að
munnmæli séu, að jörðin Kringla
eigi selstöðu í Giljár-landi á Sauða-
dal. Sel þetta þekkja menn ekki
nú með fullri vissu.
3. Akursel nefnir Á. M., að jörð-
in Akur eigi á Sauðadal, og sjáist
þar glöggar seltóftir. örnefnið
helzt enn við; allt óljóst um það.
4. Lambastaðir eru nefndir á
Sauðadal. Á. M. getur þeirra
ekki. Allt óvist um þær sagnir,
að býli hafi verið, eða sel.
5. Hjaltabakkasel nefnir Á. M.
á Sauðadal, að staðurinn eigi þar
selstöð. Allt óvíst um það.
Vafi hve nær verið hafi eða á
hvaða tima verið byggt og lagt
niður.
6. Mánagerði (313).
7. Hjaltabakkakot (315).
8. Gerði (316).
9. Dalatóftir er fornt gerði í
Holtslandi; þess er ekki getið í
jarðabókum. Eftir aldamótin 1900
var byggt upp í gerði þessu;
varaði byggðin fá ár og fór svo
í auðn.
10. Skyldibrandsstaðir (317).
11. —12. Gerði 2 í Köldukinnar-
landi (317).
13. Þúfukot (319). Byggt upp
í manna minni, og varaði byggð-
in stutt.
14. Klifakot er upp með Blöndu,
skammt upp af Blönduósi, undan
Hrútey. Þess er ekki getið í
prentuðum jarðabókum. Alltbend-
ir til, að þar hafi búnaður verið
fram yfir 1850. Túnmál er glöggt,
sömuleiðis rústir af húsum og
garðlögum. Stærð túnmálsins 3
dagsláttur.
15. Hælssel eigna menn jörð-
inni Hæli. Stendur víð Torfavatn.
Jarðabækur geta þess ekki. Sel
þetta var stuttan tíma. Allt ó-
ljóst um það.
9. Svínavatnshreppur.
1. Girðingar í Geithamralandi Á. M. telur hana 8 hundruð.
(326). Johnsens jarðatal 10 hundruð.
2. Hólkot (328). Jarðamat fra 1861 telur hana 12,2
3. Gafl (329). Jarðar þessar- hundruð og jarðamat frá 1922
ar er getið í öllum jarðabókum. telur hana 26 hundruð. Virðist