Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 73
73
það mjög grasgefið, en afar-illt yfirferðar af bleytu og fúa. Vestast í'
Illa-veri er Nauthaginn (12); tilheyrir hann Flóamannaafrétti. Ber
hann nafn sitt af tveim nautum, er séra Jón Austmann átti. Flutti'
hann sig austan úr Skaftafellssýslu vestur í Borgarfjörð. Struku
nautin og fundust í Nauthaganum, af mönnum þeim, er voru að leita
að Laugardæla-vinnumönnunum, — Jóni, er kallaður var vefari, og
Gunnlaugi —. Ætluðu þeir að gerast útilegumenn og fóru um vetur-
nætur inn á fjöll. Þeir fundust inni í Arnarfellsmúlum. — Vestan-við
Miklu-kvísl er Oddkelsver (13); neðan-til í því er Oddkelsalda (14);:
fram-undir öldunni er Oddkelsós (15). Vestarlega í Oddkelsveri er
Finnbogaalda (16). Ber hún nafn sitt af Finnboga bónda Guðmunds-
syni í Minni-Mástungu. Viltist hann í þoku með trússahesta norður-
leitarmanna og komst við illan leik upp á ölduna eftir mikla svaðilför.
Vestast í Oddkelsveri er Nautalda (17); er hún á Flóamannaafrétti
á móts-við Nauthagann; rennur Mikla-kvísl á milli hans og öldunnar.
— Oddkelsver nær suður að Þjórsá og fram að Blautu-kvísl (18).
Munnmæli eru, að verið beri nafn af samnefndum útilegumanni, er
þarna hafði haldið til ásamt konu sinni. Tvær grjóthrúgur eru uppi á
öldunni; þar eiga þau að vera heygð. Framan-við Blautu-kvísl er
Tjarnarver; nær það vestur að Hnífá (19). í suðurjaðri þess er Ból-
staður (20); þar höfðu kláðaverðir aðsetur sitt, og þá fékk plássið þetta
nafn. Þar er innsti leitarmannakofi á afréttinum og þar er vað á
Þjórsá, er heitir Sóleyjarhöfðavað. Ber það nafn sitt af höfða austan
Þjórsár. Hnífá hefir upptök sín á Fjórðungssandi (21); heitir þar Hníf-
árbotnar (22). Neðar með ánni er Hnífárver (23). Framan við Hnífá,
þar sem hún rennur í Þjórsá, er graslendi, er heitir Krókur (24); ofar
með ánni er Eyjafen (25). Vestast á sandinum er Norðlingaalda (26).
Fjórðungssandur er milli Hnífár og Kisár (27); hann endar i mjóvum
odda milli Kisu og Þjórsár. Þar heitir Sandtagl (28). Framan-við Kisu
er Kjálkaver (29); ofarlega í því er annar leitarmannakofi, fast við
Kisu. Neðst í verinu er Kjálkaversalda (30). Kjálkaversfoss (31) í
Þjórsá nefna Holtamenn Hvanngiljafoss. Fossinn hefir því tvö nöfn.
Neðsti oddi Kjálkaversins heitir Kjálkaverstagl (32). Framan við Kjálka-
ver er Mikli-Iækur (33). Mikli-lækur hefir tvenn upptök. Eystri kvísl-
in kemur úr aust-norðri og heita þar Eystri-botnar (34), en vestri
kvíslin kemur úr vest-norðri og heita þar Vestri-botnar (35) Framan
Mikla-Iækjar er Loðna-ver (36), og nær það að Dalsá (37). Innst í
Loðna-veri er Digralda (38). Tveir lækir renna niður Loðna-ver og
heita þeir Innri- og Fremri-Bjarnalækur (39). Þar, sem innri lækurinn
hefir upptök sin, heitir Bjarnalækjarbotnar (40). í Loðna-veri er
þriðji leitarmannakofinn. Milli Dalsár og Kisár heitir einu nafni Styttri-