Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 79
Ornefni
í Miðfellshrauni og á Miðfellsfjalli í Pingvallasveit.
Miðfellshraun takmarkast af Miðfellsfjalli að norðvestan, Þing-
vallavatni að vestan og suðvestan, Kaldárhöfða að sunnan og Lyng-
dalsheiði að austan; að norðan hallar upp að Hrafnabjargahálsi, og
eru takmörk þar víðast óglögg, enda mun hraunið að mestu ættaó
þaðan. í hrauninu er talsvert af hólum, mosabölum og hellum, er
hlotið hafa ýms nöfn. Þar, sem Kaldárhöfðasog rennur úr Þingvalla-
vatni, heitir Sogshorn; þar austur-af heita Krókshólar, suður að Kald-
árhöfða og austur að Kaldárhöfðavöllum, sem eru undir vesturbrún
Lyngdalsheiðar. Norður frá Sogshorni heita Mölvíkur; þar norður frá
er Skútavík, þar sem vegurinn liggur þétt við vatnið. Þar er talsvert
kaldavermsl undan hrauninu, og í víkinni talsverð veiði á vetrum
gegnum ís.
Norður-af Skútavík heita Sprænur alla leið norður að Sprænu-
tanga, sem er nyrztur af mörgum öðrum. í Sprænum eru hólmar
margir með talsverðu anda- og kríu-varpi. í víkunum er oft góð veiði,.
einkum i Júnímánuði. Þar eru einnig nokkrar starartjarnir og grösugt
mjög. Norðarlega í Sprænum er fjárrétt á einum tanganum, byggð
um 1890. Stutt þar fyrir sunnan er Háitangi; hann er hálendastur
þeirra allra. Á honum miðjum er lítill grasbolli, og i honum víðirrunni;
þar eru landamerki Kaldárhöfða og Miðfells, og þaðan í Brík, sem er
stór grjótbali með grasbrekku vestan-í. Þar vestan-undir liggur veg-
urinn. Næstu landamerki eru um Hraunskyggni, sem einnig er stór
grjótbali, og snýr frá norðri til suðurs, með stórri vörðu á miðjunni.
Þaðan eru merkin í beinni línu í Stóru-skriðu, sem er syðsta gilið
i Drift.
Sunnan-við Skútavik gengur hæð frá sv. til na., nefnd Skúta-
vikur-hryggur. Norður-af Kaldárhöfðavöllum gengur heiðarmúli vest-
ur-úr Lyngdalsheiði, er heitir Selmúli. Þar norður-af eru Selvellir. Þar
er lítil uppsprettulind, er sjaldan þornar að fullu.
Austur-af Selvöllum, í heiðarbrúninni, byrja grasbrekkur þær, er
Drift heita. Syðst í henni er Selhvammur. Þar uppi á heiðarbrúninuL