Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 86
86 hoístóft að lögun. — Framan-við bæinn rennur lækur úr fjalli ofan-í Fjarðará, sém kallaður er Helgaá. Sagt er að heiðingjar í Borgarfirði hafi spornað fast á móti kristnitökunni. Sögðu hinir þeim þá stríð á hendur og söfnuðu liði. Þá tóku heiðingjar hofsklukkurnar og færðu þær upp á Svartafell, og hengdu á járnslá, er lá yfir gjána. En þá komu kristnir og börðust viö hina framan-við lækinn, og lauk því svo, að kristnir sigruðu. En mannfall varð mikið af hvorum tveggja. Var þar mýrarkrókur, er þeir börðust, og voru þeir þar allir heygðir. Eru þar haugar eigi færri en 14—16, sem sagðir eru dysjar þeirra, þótt líkari séu þeir yfirgrónum hraunhraukum. En vel mætti ske, að kirkjustaður Borgfirðinga væri við þessa mýri kenndur, því hann er næsti bær. Langt fram eftir öldum þóttust menn heyra hofsklukkurnar hringja sér fyrir stór-viðburðum, og Árni Gíslason í Höfn kveður svo að orði í Borgfirðingabrag: »Heyra má og hljóm í bjöllum, er hringir veðrið stinna« o. s. frv. 7. Goöaborgir heita enn fremur klettadrangar tveir á hjalla þeim, sem liggur inn frá fjallinu Skælingi í Loðmundarfirði, einu hinu einkennilegasta fjalli, sem útlendingar segjast fyrst sjá úr hafi, og kalla sumir af lögun »kínverska turninn«. Staparnir eru áberandi. Ofan- við þá gengur flugabrún inn í landið, kölluð Ljómatindur og Ljóma- tindsröð. í gegnum hana liggja Tröllaskörð, og neðar frá Stokks- hamrar. En vestur frá Tröllkonubotn, Skúmhöttur og Kækjuskörð, með Orustukampi niður-af, sem hér segir annars staðar frá. — Klettar þeir, sem Goðaborgirnar standa á, heita Hrafnaklettar. Einhverjar sagnir fylgdu fyr-meir nöfnum þessum, hinum áður-nefndu, frá tíð Loð- mundar, sem nú eru flestar glataðar, einkum um Goðaborgirnar. Karlfell, Kerlingarfjall, Herfell og Gunnhildur, Hrævadalur og Hofsá eru og gömul nöfn í þeirri sveit. 8. Goðaborgir heita enn fremur smá-tindar tveir í norðan- verðum Strandartindi í Seyðisfirði. Þar liggur og Goðagil niður að sjó. — Sá Sörli, sem fyrstur byggði Sörlastaði, hljóp heiman til að til- biðja goð sín á Goðaborgunum og rann eftir rák þeirri, sem sumir segja síðar að héti Seiðhjalli. Segja menn, hann hlypi þetta ber- höfðaður og berfættur af lotningu við goðin, unz honum varð síðast hált á áræðinu og hrapaði af hjallanuum ofan-í Goðagil, og hvarf svo til guða sinna. í fornum landnámssögnum segir svo, að þegar Bjólfur kom inn í Seyðisfjörð með félögum sínum, þá væru hér fyrir seiðmenn. Lík- lega Eyvindur, sem nam Mjóafjörð og hans sinnar, og mögnuðu seið móti Norðmönnum, sem á eftir komu, en urðu of seinir og hlutu

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.