Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 1
EYÐIBYGGÐ
Á HRUNAMANNAAFRÉTTI.
Eftir Kristján Eldjárn.
Efsta byggt ból í Hrunamannahreppi í Árnessýslu er nú Tungu-
fell, síðan Hamarsholt, gegnt Gullfossi, fór í eyði 1875. En eitt sinn
fyrr á öldum hefur verið byggð miklu lengra inn eftir, jafnvel alla leið
inn að Hvítárvatni. Þar innra hafa á miðöldum verið tveir bæir, sem
annar var rannsakaður af Daniel Bruun 1897.’) Þessir bæir eru á
Biskupstungnaafrétti og ekki í nágrenni bæja þeirra á Hrunamanna-
afrétti, sem hér verður lýst, enda frá seinni tíma en þeir. Landssvæði
það, sem bæirnir á Hrunamannaafrétti eru á, mun hafa heitið einu
nafni Hvítárhvammar, enda til skamms tíma verið kallað Hvammar
eða í Hvömmunum. Mætti ef til vill halda því nafni um fornbyggðina.
f fornleifaskýrslunni frá 1818 segir séra Jón Steingrímsson, að eyði-
bæirnir séu í Hvítárhvömmum fyrir norðan Hamarsholt (sbr. bls. 3).
f jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er á lausri örk
sagt frá eyðibyggðinni á Hrunamannaafrétti: „Þegar sleppur Tungu-
fellsland, kemur þar norðan fyrir Ytrahreppsmanna afrétt, sem allir
hreppsmenn eigu frí, og gengur hann norður undir Blánípujökul
(Blánípujökull er suðvesturhornið af Arnarfellsjökli), sem er býsna
langur í austur og vestur, og úr honum rennur jökulkvísl sú, er fellur
ofan í Hvítá fyrir neðan Skagfirðingavað og litar Hvítá. Þennan Blá-
nípujökul láta Eyfirðingar á hægri hönd, þá þeir ríða norður eftir.
I þessum Ytrahreppsmanna afrétt hefur byggð staðið fyrir norðan
Tungufell, og segja menn, að Tungufell hafi staðið í miðri sveit, það
mun vera að reikna ofan að ármótum Hvítár og Laxánna."* 2)
Síðan eru taldir upp staðir þeir allir, sem jarðabókarhöfundarnir
!) Um þessa bæi sjá Brynjólf Jónsson í Árbók 1896, bls. 11—13, og D.
Bruun i Fortidsminder og Nutidshjem, bls. 148—50, og Fylgiriti Árbókar
1898, bls. 16—17.
2) Jarðabók Árna og Páls, II, bd., bls. 274. Þetta er skrifað 1709.
1