Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 9
9
*>>**■,
3. mynd. Beizlisádráltur frá Laugum og annar frá Stóradalsafrétti. Ljósmynd:
Alfreð D. Jónsson. — Bridle mountings from Laugar and Stóradalsafréttur.
fannst á Stóradalsafrétti (Þjms. 1222). Enn einn fannst í Hróars-
holtsklettum (Þims.6250). Brotið er af þremur álmum Laugaádrátt-
arins. Adrættir þessir eiga heima á beizlinu, þar sem skerast höfuð-
leður og ennisól, sem dregin er í götin þversum og langsum. Það eitt
verður um aldur þessara gripa sagt, að þeir eru afar gamlir, en þó
ekki frá fornöld (þ. e. heiðni), því að aldrei hafa sams konar fundizt
í heiðnum kumlum, hvorki hérlendis né á Norðurlöndum. Er þetta
eina bendingin, sem forngripirnir gefa um aldur bæjarins á Laugum,
og er harla smávægileg. Forngripafæðin er hins vegar talandi vott-
ur þess, að bærinn hefur verið í byggð skamma hríð. Sama er að
segja um Þórarinsstaði, og verður um það talað seinna.
5. Þórarinsstaðir. Þessi bær stóð við Stangará, í halllendi vest-
an í ávölum heiðarási, sem heitir Hnausheiði. Er þarna bugða á ánni
og fallegur foss, sem setur svip sinn á staðinn og segir til, hvar bær-
inn stóð, því að rústirnar eru rétt hjá fossinum.
Elzta lýsing Þórarinsstaðarústa er frá 1895 eftir Brynjólf Jónsson,
eins og vænta mátti í grein þeirri, sem oft hefur verið nefnd. Þá lýsti
Þorsteinn Erlingsson þeim sama árið og gerði lauslegan uppdrátt
af því, sem hann sá af rústunum norður undan hinum þykka jarðvegi,
sem huldi allan suðurhluta þeirra. Var það einkum fjósið, sem hann