Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 10
10
4. mynd. Frá uppgreflinum ú Þórarinssiöðum 19fr5. Uppbláslrarlorfurnar
sjásl vel, sönuileifiis vikurlumgarnir, sem nwkaö er út úr tóflunuin. J.jós-
niynd: Sigurður i’órarinsson. — l'roni tlie éxcavalion al Þórarinsslaöir
in 1'ffM.
sá glöggt, en hvorki hann né Brynjólfur grófu í rústirnar. D. Bruun,
sem skoðaði staðinn 1897, segist hins vegar hafa grafið upp rústirnar,
og það mun hann hafa gert að einhverju leyti, en tíma hafði hann
engan til að gera rækilega rannsókn.1)
Sumarið 1945 fór ég ásamt Bjarna Vilhjálmssyni cand. mag.,
dr. Jóni Jóhannessyni og Magnúsi Jónssyni menntaskólakennara
upp til Þórarinsstaða, og grófum við upp allan bæinn dagana 19.—
28. ág. Voru þessir menn sjáifboðaliðar, en þjóðminjavörður kostaði
leiðangurinn að öðru leyti. Dr. Sigurður Þórarinsson var með okkur
einn dag og gerði athuganir um öskulög o. fl. Þessi rannsókn var svo
miklu ýtarlegri en allar hinar, að mér þykir ekki ástæða til að fjöl-
yrða um þær frekar, þar eð þær mega nú teljast úreltar.
!) Sjá Forlidsininder og Nutidslijein, hls. 148, og I'ylgiril Árliókar 1898,
hls. 13. Þar sem stendur í sama riti, hls. 5G, að rústirnar væru „algerlega
grafnar upp“, þá nær það engri átt, enda er ekki svo fasl að orði kveðið í
danska textanúm.