Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 13
13
og á milli þeirra lágu hellur margar, líkt og flór væri, en þegar farið
var að grafa í rústina, kom í Ijós, að hellur þær voru úr þaki fjóssins,
en flórinn var um 50 sm neðar.1) Ástandi bæjarrústanna á Þórarins-
stöðum er rétt lýst með því að segja, að af þeim hafi verið blásið allt
niður að grjótveggjum, en úr sjálfum tóftunum hefur aldrei blásið, og
þess vegna eru þær eins vel á sig komnar og raun ber vitni. Varð
ekki annað séð en þær væru jafnvel í þann veginn að gróa upp aftur.
I rofbörðunum kringum bæinn er efst mórautt foklag, en undir
því glyttir hér og þar í hvítt, hreint vikurlag, að öllu leyti mjög áþekkt
laginu, sem lá á gólfunum í Stöng í Þjórsárdal. Þegar farið var að
grafa í rústirnar, kom í ljós, að foklögin voru sem hér segir: Efst
mórautt blendingslag, mold, sandur og vikur. I þessu lagi er einnig
mikið af hellum, sem áreiðanlega eru þakhellurnar úr bænum. Sýnir
það, að þök hafa staðið lengi, eftir að bærinn fór í eyði, og fokefni
smogið inn um dyr og gættir, áður en þökin voru með öllu fallin.
Undir blendingslaginu og á sjálfum gólfum bæjarins var sama hvíta
vikurlagið og sést á í rofbörðunum. Það var mjög misþykkt um bæj-
arhúsin, og bendir það eindregið til, að öskulag þetta hafi komið á
bæinn ófallinn. Húsin hafa varizt eftir því, hve vel eða illa þau voru
byrgð, og af því leiðir misþykkt lagsins á gólfunum. f kofa, sem er
nyrzta hús bæjarins, var lagið jafnþykkt um allt gólfið; mátti sú
tóft heita barmafull af því. I norðurenda fjóssins og langt inn eftir
því að austanverðu var lagið einn-
----,—=-------*_______- . - ; , ig mjög þykkt, 20—30 sm, en
smáþynntist vestur eftir, og í
suðurenda var það orðið mjög
þunnt. — Þessi vikur virðist
allur hafa fokið inn um ranghala-
dyrnar, sem eru sameiginlegar
kofa og fjósi. Kofinn er í beinu
5. mynd. ÞórarinsstaSir, uppdráUur framhaldi af ranghalanum og því
Þorsleins Erlingssonar frá 1895. — hefur hann lagzt nokkuð jafnt um
ÞórarinsstaSir, a plan from 1895. gólf hans, en fjósdyrnar liggja
hornrétt á ranghalann, og þess
vegna hefur vikurinn einkum borið að austurvegg fjóssins. Auðskil-
1) Svo kynni að virðast af lýsingum liinna gömlu rannsóknarmanna og
uppdrætti Þorsteins Erlingssonar sem þeir hefðu grafið upp allt fjósið. Við
lannsókn okkar koin þó fyllilega í ljós, að það liafa þeir eklii gert, enda
niálti vel sjá, hvers konar hús þetta var og jafnvel telja básana, án þess að
rústin væri mokuð upp.