Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 17
17
í). mynd. Skápur meS steinskál i nyrSra dyrakampi. — A sione bowl in a
niclie in ihe doorway.
kömpunum þarf að lýsa nánar. Sá nyrðri hefur verið hlaðinn í 2—3
steinalögun, en er dálítið skekktur. Hinn er þannig, að fremst er stór,
jarðfastur steinn, 70 sm breiður neðst og 70 sm hár, en innst er
álíka hár stöpull hlaðinn úr grjóti. Bilið milli steinsins og stöpulsins
er 68 sm neðst og 85 sm efst. Yfir því liggur mikil hella með sléttri
frambrún, og eru 45 sm frá gólfi upp að henni. 1 skáp þeim, sem af
þessu myndast, er stór skál úr steini (9. mynd). Það er basalt-hella
mikil, íhvolf frá náttúrunnar hendi og án sýnilegra mannaverka. Hún
stendur í gólfhæð og snýr bogadregnum kanti fram í bæjardyrnar,
en að aftan hefur hún ekki verið eins löguleg, og hefur þar verið hlað-
ið steinum og þétt á milli. Vídd skálarinnar frá frambrún og inn að
þessum steinum er 57 sm. Á hinn veginn er hún 75—80 sm. Frá
skálarbotni og upp að hellunni eru 32 sm, en frá skálarbarmi 18 sm.
Dýpt skálarinnar er því um 14 sm. Frá gólfi og upp á skálarbarm eru
um 25 sm. Helzt verður að ætla, að skál þessi séjnundlaug og sam-
bærileg við dyraker í Stöng, Skallakoti og víðar,1) þó að þessu sé
langtum haganlegast fyrir komið. Onnur íhvolf hella, sem vafalaust
hefur verið notuð sem vatnsílát, lá á vestari fjósvegg.
’) Forntida gárdar, bls. G5—66 og 82.
2