Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 18
18
Skálinn er 8,75 m langur, en breiddin er misjöfn (10. mynd).
Við báða stafna er hann 3,5 m breiður, en nálægt 4 m um eldstæði
þvert og lítið eitt meira milli aðaldyra og bakdyra. Það er ef til vill
ekki rétt að kalla hann sporöskjulagaðan, en hann er greinilega af
þeirri gerð húsa, sem breiðust eru um miðjuna og dragast að sér til
10. mynd. Skáli, ,séí5 innar eftir húsinu. Ljósmynd: Sigurður Pórarinsson. —
The hall.
endanna. Það skal tekið fram hér, að hugsanlegt er, að svæðið norð-
an aðaldyra og bakdyra hafi verið sérstök afþiljuð vistarvera. Til
þess bendir hella ein mikil, 80 sm há, 75 sm breið og mest 10 sm
þykk, sem rís á rönd þversum inn í skálann í beinu áframhaldi af
nyrðri bakdyrakampi. En eftir timburþil eða aðra milligerð sjást engin
merki. Ef þetta hefur verið sérstakt herbergi, hefur það verið 3,5—4
xl,5—2 m stórt. Gólfið er grásvart öskugólf með þunnri gólfskán
eins og um skálann allan. Ein hella er í því vestan fjósdyra og þrjár
nær norðausturhorni. I sjálfu horninu er lítil hella, sem er klemmd
undir hornsteinana tvo. Hún hefur sennilega verið stoðarsteinn.
Fram með báðum langveggjum eru upphœkkanir eða set, 25 sm
hærri en gólfið á milli. Vestra setið er 1,3—1,4 m breitt og 5 m
langt. Það nær alveg fram að aðaldyrum, en ekki alveg inn að suður-