Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 21
21
er þráðbeinn og allur úr grjóti hlaðinn, en vesturveggurinn er allur úr
torfi, nema hvað einni hellu á rönd er komið fyrir í honum nyrzt. Fram-
an við hann eru 6 stoðarsteinar, allir nema sá nyrzti fallega lagaðir.
Ekki er alveg jafnlangt á milli þeirra allra, og ekki heldur eru neinir
steinar að austan, sem samsvara þeim. Stafn stofunnar hefur allur
verið úr torfi nema rétt vestast; þar er hlaðinn grjótstöpull.
12. ínynd. Stofa, séS ntcir eftir liiísinu. The living-room.
Fram með báðum langveggjum stofunnar eru bekkir (12. mynd).
Sá eystri er 4 m langur, en sá vestari virðist hafa verið 5 m langur og
náð suður að syðsta stoðarsteini. Breidd eystri bekkjarins og vestari
bekkjarins upp að stoðarsteinunum er 50 sm. Frambrún bekkjanna
er gerð af stórum hellum á röð. I vestari bekknum eru þær 6, en eina
virðist vanta syðst. Þessar hellur eru snyrtilega felldar saman og
mynda alveg beina línu. Við austurbekkinn eru hellurnar ekki eins
reglulegar; þær eru smærri og fleiri, 9 til samans. Frá gólfi og upp
á hellubrún eru 35—40 sm, en að innan, frá sjálfum bekkfletinum,
sem er úr mold með öskudrefjum innan um, eru 10 sm upp á efri
hellubrún. Nú eru bekkirnir því á að líta eins og 50 sm breiðar og 10
sm djúpar rennur, en vafalaust má gera ráð fyrir, að setan hafi verið
úr borðviði, þó að þess sjáist ekki merki nú.
Við innri enda bekkjarins eru hlóðir (13. mynd). Bakhlið þeirra,