Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 22
22
sem gerð er af tveimur hellum á rönd, liggur upp að austurvegg stof-
unnar. Hliðarnar hafa einnig verið gerðar af slíkum hellum, en svo
er að sjá, sem sú syðri hafi verið rifin burtu, og er þar nú aðeins lítið
og lágt hellublað, sem upphaflega hefur verið til að skorða aðalhell-
una. Breidd hlóðanna er 55—60 sm, hæð 40—50 sm. Botn þeirra
er lítið eitt lægri en gólfið. Ofan á hlóðarsteinunum og kringum þá
13. mynd. Hlóðir í stofu. — 7'he hearth in llie living-room.
eru margir sótugir steinar, sem hafa verið hafðir til hagræðis við
skorðun potta og því um líkt. Hjá hlóðunum er einnig einkennilegur
steinn, í laginu eins og kringla, sem í vantar einn fjórðungsgeirann.
Gat er í miðja kringluna, og fljótt á litið minnir steinninn mjög á
kvarnarstein. Það er hann þó ekki, heldur aðeins náttúruverk, gat og
allt saman, og hefur verið hirtur til gamans vegna lögunar sinnar.
Hann er sótlaus. A hlóðum þessum hefur matur verið eldaður, því að
ekkert sérstakt eldhús er á bænum.
1 suðvesturhorni stofunnar er eins konar útskot grafið inn í vegg-
inn (14. mynd). Til beggja hliða er það fóðrað með stórum hellum,
en bakhliðin er úr torfi (eða mold). Engir steinar eru í botni þess.
Bás þessi er 50 sm hár (upp á hellubrún) og 50—60 sm breiður.
Lengdin inn að bakvegg er 60—75 sm. Minnir þetta allt mjög á