Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 25
25
greinilega farið eftir sáinn, botn, lögg og jafnvel einstaka stafi. Breidd
t>ess stafs, sem ótvíræðust merki sáust eftir, er 15 sm. Frá búrgólfi
og niður á botn sásins er 75 sm. Fyrir hinum sánum mótaði ekki líkt
því eins greinilega, af því að þai- bafði engum vikri verið troðið niður
með. Er því ekki annað að sjá en grófina, sem gerð hefur verið í
15. mynd. Búr, far cftir sd í gólfi. Ljósmynd: Sigurður Pórarinsson. -— Thc
dairy. Inipression of a vessel in Ihe floor.
gólfið til að koma sánum fyrir. Þvermál hennar er um 1,15 m neðst,
en eykst upp eftir. Sárinn hefur verið grafinn um 10 sm grynnra ofan
i móhelluna en hinn. Niður með honum hefur verið troðið steini og
steini, og í botni grófarinnar er á einum stað hella mikil og holt undir,
þó að þar væri ekkert að finna. 1 þessu sáfari fannst dálítið af hvítu
efni, sem talið var í fyrstu skyr, og töluvert af rauðleitu efni, sem er
álíka og mótunarleir viðkomu.1) A bak við báða sáina var töluvert af
ösku og kolabútum, sem þangað hafa borizt frá hlóðunum í stofunni.
Búrið á Þórarinsstöðum er líkt búrinu í Stöng í Þjórsárdal að öllu
0 Dr. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, liefur gert mér þann greiða,
að rannsaka þessi efni. Pað, sem talið var skyr, reyndist kísilþörungagróður,
harnamold (Diatomeæ). Rauðleita efnið reyndist leir.