Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 26
26
leyti.') Bæði eru þau bakhús, byggð þvert á aðalhúsin, í báðum bar
mest á hinum stóru skyrsáum, þótt þeir séu ekki á sama stað í báðum
búrunum. Allir sáirnir í báðum búrunum eru niðurgrafnir, jafnvel
höggnir ofan í móhelluna. Svona hefur sýrukerald Gissurar jarls á
Flugumýri verið árið 1253, og án efa eru för þessi einnig merki um
,,jarðkeröld“ þau, sem mjög oft er talað um í fornbréfum. Stöng og
Þórarinsstaðir eru beztu dæmi þeirra, en fleiri má nefna, sem sýna,
að þetta fyrirkomulag hefur verið alsiða. Á Hvalnesi í Lóni var komið
niður á fornminjar um 1915, sem mjög minna á það, sem var á
nefndum bæjum. Um þær segir Einar Eiríksson:
,,Sá ég greinilega móta fyrir 3 kerum, talsvert víðari en tunnur ger-
ast nú á tímum, og hafa þau verið grafin nokkuð niður í fastan sand-
inn. Neðsta jarðlagið hér undir túninu er fínn ægissandur, .... hefur
hann storknað saman og er nú orðinn samstorkin sandklöpp, en þó
er hægt að höggva hann upp með öxi. Mér virtust þessi 3 ker, sem
ég fann . . . ., hafa verið höggvin nokkuð niður í sandklöppina . . . .
Hvergi sá ég móta fyrir tunnustöfum í þessum hringum, en neðst á
botninum var örþunnt lag af heiðbláum sandi, sem ég held, að sé
ekki til í Hvalnesslandi. Lítur út fyrir, að það hafi verið látið til þess
að þétta botninn í sandklöppinni."* 2)
Einar fann þarna töluvert hvítt mauk, sem hann taldi skyr. Sýni-
1 (>. mynd. Sábotnar frá Bjargi í Miöfirbi og Hóli í Hvammssveit. — Two
botloms from anciení vessels.
J) Alveg sams konar fyrirkomulag var á bænum undir Lamithöfða í Pjórs-
árdal, sjá Ruins of the Saga Time, bls. 59—61.
2) Árbók 1933—36, bls. 47.