Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 32
32
athygli, að hellurnar voru flestar meðfram veggjum húsanna. Það
sýnir, að þær hafa einkum verið notaðar neðst á þökunum, sem skilj-
anlegt er vegna þungans. En af öllum þessum þakhellum leiðir, að
máttarviðir hússins hafa hlotið að vera sterkir, til að geta staðið
undir þakþunganum. I því sambandi er það eftirtektarvert, hve fáir
stoðarsteinar eru sýnilegir. Þar er ekki um annað að ræða en stoðar-
steinana 4 í hornum setanna í skálanum, 4 við langveggi búrsins,
stoðarsteinana framan við básana í fjósinu og stoðarsteinaröðina við
vesturvegg stofunnar. En það gefur að skilja, að margfalt fleiri stoðir
hafa verið í bænum en steinar þessir gefa til kynna. Sennilega eru
stoðarsteinarnir í stofunni lykillinn að lausn þessa máls. Það vill svo
til, að veggurinn, sem þeir eru við, er eini veggur bæjarins, sem ekki
er hlaðinn úr grjóti að neðan (auk hans raunar stofugaflinn, sem
skiptir ekki máli í þessu sambandi). Þessum stoðarsteinum hefur því
verið ætlað sama hlutverk og grjótundirstöðum hinna veggjanna,
nefnilega að bera þakþungann. Stoðirnar hafa yfirleitt verið hálfstoðir,
þær hafa aðeins náð niður að grjótundirstöðunum og staðið á brún
þeirra. Með þessu móti mátti spara mikinn trjávið. Efri hluti veggj-
anna, sem var úr torfi, hefur þá ekki náð eins langt fram og grjót-
undirstaðan, eða þá að stoðirnar hafa verið skornar inn í torfið, sem
er fullt eins líklegt. Vestari stofuveggur var eingöngu úr torfi, og því
varð að setja sérstaka steina framan við hann undir stoðirnar. Af
þéttleika þeirra má ráða, að stoðir hafi verið mjög þéttar í bænum,
eins og vænta mátti undir svo þunnt þak.
Líklega hafa öll þökin verið ásþök, einása í stofu og búri, en tví-