Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 33
33
og þríása í fjósi og skála. í skála hafa greinilega verið innstafir og
þeir ekki litlir, því að undirstöðusteinar þeirra eru duglegir, stein-
drangarnir 4 í hornum setanna (19. m.). Á þeim hafa hvílt hliðásar
eftir endilöngu, en vaglbitar milli hverra tveggja stafa. Af vaglbitunum
hafa svo risið dvergar, sem borið hafa mæniásinn. Síðan hefur verið
þétt reft af staflægjum upp á hliðása og af hliðásum upp á mæniás. Til
þessa hefur mátt notast við birkirafta. Ef til vill hefur þakið verið gafl-
sneitt. Til þess bendir það, að innstafasteinarnir í syðri enda skálans
(í sethornunum), eru 1 m frá suðurstafninum, en ekki alveg upp að
honum. Þakgerð fjóssins hefur getað verið lík og skálans. Innstafirnir
hafa þá staðið á stoðarsteinunum framan við báshellurnar. Trúlegast
er þó, að fjósið hafi aðeins haft tvíása ásþak, vegna þess að það er
miklu mjórra en skálinn, enda hefur slíkt verið algengt í fjósum á
seinni tímum.
Auk bæjarhúsanna á Þórarinsstöðum hafa verið þar 3 fjárhús, A, B
og C.
A er rétt fyrir austan bæinn og er mjög illa farið af uppblæstri.
Veggirnir eru ekki annað en óreglulegar steinaraðir, og stafnar eru
svo ógreinilegir, að lengd hússins verður ekki ákveðin. Þó virðist það
hafa verið a. m. k. 4 m langt. Við eystri hliðarvegg hefur verið jata,
gerð úr stórum hellum, sem hafa verið festar í gólfið, en nú eru þær
allar oltnar. Breidd hússins frá vesturvegg og austur að jötunni er
1,25 m. Rétt sunnan við húsið er geysimikil, vel löguð hella, sem
líklega hefur verið yfir dyrum hússins eða jafnvel notuð sem hurð.
B. Þetta fjárhús liggur 20—25 m norðvestan við bæinn og snýr
nokkurn veginn frá norðri til suðurs. Það er 10,5 m langt, en er
ekki alveg beint, heldur dálítið bogamyndað (20. mynd). Breiddin
er 2,2—2,4 m. Bakveggurinn er hlaðinn með venjulegri grjótundir-
stöðu, en stafnar báðir og næstum því öll framhliðin er úr torfi að
innanverðu, en grjóti að utanverðu. Framveggurinn var mikið blás-
inn, svo að steinarnir voru úr lagi færðir, en mold öll að mestu horf-
in, en innri brún veggjarins sást greinilega af litaskiptum, sem urðu
milli jötubotnsins og veggstæðisins. Það er merkilegt, að undir þess-
um vegg varð vart við mikið af viSarkolamylsnu og jafnvel gjalli,
smiðjuúrgangi. Það er varla hægt að skýra með öðru en því, að þetta
hafi verið þarna, þegar húsið var reist, og það sé tilviljun ein, að það
varð undir veggnum. I norðvesturhorninu hafa greinilega verið dyr,
75—80 sm breiðar, en svo er að sjá af hvíta vikurlaginu, sem mikið
3