Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 38
38
um 10 málfaðmar með jöturúmi fyrir 70 sauði. Litla króin er 4,5 m
að I. eða 2,6 málfaðmar, og gerir það rúm fyrir um 18 sauði.
A Þórarinsstöðum hafa því allt að 160 roskn;r sauðir komizt á
jötu samkvæmt þessari reglu Búalaga. Nú eru þeir rúmfrekastir allra
sauðkinda, enda 10 lömbum ætlað sama rúm og 7 sauðum. Það er
því sýnilegt, að fleira en 160 hefur sauðféð verið á Þórarinsstöðum,
því að ekki hefur það verið eintómir sauðir. Má líklega telja fjáreign-
ina nær 200 eftir húsunum að dæma. Skal það tekið fram, að þetta er
mun þrengra en nú er haft í fjárhúsum, enda hefur fénu vitanlega
ekki verið ætlað að vera á húsi nema í aftökum.
Fleiri hús fundust ekki á Þórarinsstöðum, en 7—8 m austur af
fjárhúsinu C sáust þess greinileg merki, að verið hafði smiðja. Þar
var mikið af kolum og gjalli, sem sýndi smiðjugólfið, en veggir voru
gjörsamlega horfnir. Á gólfinu hafði verið ferköntuð þró, gerð af
uppréttum hellum með flata hellu í botni. Vídd hennar er 30—40
sm, en dýptin frá hellubörmum 40—55 sm. Þær virðast annars
hafa staðið dálítið upp úr gólfinu. Sams konar þró er í smiðjunni í
Stöng í Þjórsárdal.1) Um það bil 1,5 m fyrir norðan þróna eru tveir
jarðfastir steinar, sennilega viðkomandi smiðjunni, en annars sást
þar ekki fleira markvert.
Hér skal þess getið, að yfirleitt fundust miklar minjar smíða og
rauðablástrar á Þórarinsstöðum. Þegar hefur verið talað um rauða-
forðann í fjárhúsinu og kolin í hlöðunni, smiðjuúrganginn hjá fjárhúsi
B og kringum smiðjustæðið. En rauSi og gjall fundust miklu víðar
kringum bæinn, bæði í hrúgum og á strjálingi. Inni í bænum fundust
jafnvel einn og einn gjallmoli. Einn þeirra hafði verið notaður sem
kljásteinn. Sums staðar sáust kolamolar inni í gjallkekkjunum, sem
sýnir, að rauðablástur hefur hlotið að vera þarna á staðnum, þó að
bræðsluofninn fyndist ekki.
Fornleifar fundust bæði fáar og ómerkar:
1. Steinkola úr blágrýti (gangagrjóti), lítil, í búri (23. mynd).
2. Hnífur, 10 sm langur, þar af 6,5 sm blað og 3,5 sm tangi
með tréleifum.
x) Forntida gárdar, bls. 94. Sams konar þró fann Brynjólfur Jónsson í
siniðjurúst í Sandafelli í Pjórsárdal og Porsteinn Erlingsson í rústunum
undir Lambhöfða, Árbók 1897, bls. 20—21.