Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 52
52
Frá Tungufelli fylgdi ég öskulögunum í sniðum með stuttu millibili
norðaustur á afréttinn allt til Þórarinsstaða. Þykknar lag VI ört á
þeirri leið á sama hátt og á leiðinni frá Skallakoti að Stöng.
ÞórarinsstaSir.
Um afstöðu til öskulaga eru bæjarrústirnar á Þórarinsstöðum og
Stöng nær algjörar hliðstæður. Munurinn er aðeins sá, að bæjar-
rústirnar í Stöng voru enn huldar þykku fokjarðvegslagi, þegar þær
voru grafnar fram, en það lag var fokið af rústunum á Þórarinsstöð-
um, en hefur þó líklega hulið þær alveg í eina tíð, og þegar Þorsteinn
Erlingsson mældi rústirnar 1895 voru þær enn huldar fokjarðvegi
að hálfu (sbr. skissuna neðst til vinstri á 4. mynd). Á jarðabókar-
blaðinu frá 1709 segir, að á Þórarinsstöðum sjáist glöggt til tófta.1)
Getur verið, að hér sé um að ræða fjárhústóftirnar norðvestur af bæn-
um, en líka er mögulegt, að það fokjarðvegslag, sem huldi tóftirnar að
hálfu 1895, hafi myndazt aðallega eftir 1709. Bæði á Stöng og Þór-
arinsstöðum voru bæjartóftirnar meira eða minna fylltar af ljósum
vikri.
Á 4. mynd eru sýnd fjögur snið frá Þórarinsstöðum. Snið A er við
austurvegg skálans, snið B við norðurvegg búrsins, þar sem steinkola
sú, er fyrr getur, lá á stoðarsteini. Snið C er gegnum vesturvegg stof-
unnar. I framhaldi af því til suðvesturs (sjá afstöðuskissuna neðst
til vinstri) er snið D mælt í því moldarbarði, sem er leifar af fokjarð-
vegslaginu, er áður huldi bæjarrústirnar.
í skálasniðinu var lagið af hreinum vikri um 5 sm þykkt, en ofan
á því var vikur blandaður fokmold næstum upp í vegghæð. I búr-
sniðinu var vikurlagið um 80 sm þykkt og í stofunni var lítið af
hreinum vikri. Innan hvers einstaks húss var vikurlagið misþykkt.
Vikurinn var fínmölugur og stærstu kornin um 1 sm í þvermál. I öll-
um sniðunum lá þessi vikur þétt að gólflagi (mannvistarlagi) hús-
anna án nokkurs millilags, og er það eitt nægileg sönnun þess, að
bærinn hefur verið undir þaki, er vikurinn féll, því að ella hefðu leifar
af þökum legið milli gólflags og vikurs. Dreifing vikurlagsins um
rústirnar og hin skýru för eftir sáina í búrinu (sbr. ritgerð Kristjáns
Eldjárns) verða og vart skýrð með öðru en því, að húsin hafi verið
undir þaki og þá væntanlega búið í þeim, þegar vikurinn féll, og hafi
vindur síðan borið vikurinn inn í húsin mjög fljótt eftir að þau voru
vfirgefin. Til hins sama benda einnig hellur þær, sem lágu hér og þar
i) Jarðabók II, bls. 275.