Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 59
59
ummerkjum, sem gætu verið af manna völdum, má telja mjög líklegt,
að sömu hafi orðið afdrif Rógshóla og Þórarinsstaða og að ekki hafi
verið búið þar, eftir að ljósa vikurlagið féll.
Bæjarstæðin á Mörþúfum og í Stangarnesi athugaði ég ekki, enda
segir Brynjólfur Jónsson Stangarnessrústina vera horfna og Mör-
þúfnarústina vera að hverfa 1895 vegna landbrots Stangarár. En
lega þessara bæja er slík, að ekki er ástæða til að ætla, að þeir hafi
hlotið önnur örlög en Laugar og Þórarinsstaðir, hafi þeir verið í
byggð, þegar Ijósa vikurlagið féll.
Má því með nœstum vissu fullyrða, að alla hina fornu byggð á
Hrunamannaafrétti hafi af tekið, er Ijósi vikurinn féll, þ. e., ef skoð-
un mín um aldur þessa vikurs er rétt, árið 1300.
Enn um aldur Ijósa vikurlagsins.
Hér á undan hafa verið færðar sönnur á það, að sama vikurlag og
eyddi byggðinni í Þjórsárdal inn hafi einnig eytt byggðinni á Hruna-
mannaafrétti. Sem kunnugt er, hafa skoðanir um eyðingu Þjórsár-
dals verið skiptar. Sem stendur eru einkum tvær skoðanir uppi um
eyðingu dalsins. Onnur er sú, sem prófessor Ólafur Lárusson setti fram
1940 í ritgerðinni „Eyðing Þjórsárdals“,') að byggð í dalnum hafi
af lagzt af veðurfarslegum ástæðum um miðja 11. öld. Hin skoðunin
er sú, sem ég setti fram í útvarpserindi haustið 1939 og rökstuddi
nánar í ritgerð 1943") og í doktorsritgerð minni ári síðar, að innri
hluti Þjórsárdals hafi lagzt í eyði vegna vikurfalls frá Heklusvæðinu
árið 1300. Um gagnrýni á ritgerð Ólafs Lárussonar vísast til doktors-
ritgerðar minnar. )
I ritgerðum sínum „Knoglerne fra Skeljastaðir i Þjórsárdalur1")
°g „Þjórsdælir hinir fornu“ ) heldur prófessor Jón Steffensen mjög
fram skoðun Ólafs Lárussonar um eyðingu Þjórsárdals, og í síðari
ritgerð: „Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haffjarðarey sumarið
1945“,") gagnrýnir hann harðlega rannsóknir mínar og skoðun um
eyðingu Þjórsárdals. Þar eð aldursákvörðun rústanna á Hrunamanna-
0 Skírnir CXIV, 1940.
-) Þjórsárdalur ocli dess förödelse. Forntida gárdar, lils. 11—52.
3) Tefrokron. stud., l)ls. 73—79.
4) Fortida g&rdar, lils. 227—2(>0.
5) Samtíð og saga II, 1943.
li) Skírnir CXX, 1940, bls. 144 102.