Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 60
60
aírétti byggir svo mjög á Þjórsárdalsrannsóknum mínum, verður ekki
hjá því komizt að ræða hér stuttlega röksemdafærslu Steffensens.
Röksemdir Steffensens í þessu máli byggjast eingöngu á kirkju-
garða- og mannabeinarannsóknum hans, sem vissulega eru hinar
merkilegustu. Höfuðröksemd hans gegn því, að Þjórsárdalur hafi
íarið í eyði vegna vikurfalls árið 1300 er sú, að í Skeljastaðakirkju-
garði hafi ekki verið grafnar fram nema 66 beinagrindur og að öllum
líkindum hafi aldrei verið grafnar í þeim kirkjugarði fleiri en um 70
manneskjur. Hann gengur út frá því, að kirkja hafi verið á Skelja-
stöðum frá því um 1000 þar til um 1050, segir þetta samsvara því,
að í dalnum hafi á þessu hálfrar aldar tímabili búið að meðaltali 70
manneskjur, og komi það ágætlega heim við það, að elztu heimildir
segi 11 bæi hafa verið í dalnum.1) Þetta samsvarar því, að 6—7
manns hafi að jafnaði verið á hverjum bæ. Á sömu blaðsíðu, ,en í
öðru sambandi, reiknar Steffensen með 11—12 manns á bæ.
I Haffjarðareyjarsókn telur Steffensen einnig hafa verið 11 bæi til
forna. En þar reiknar hann með, að 100 manns hafi búið þar að
meðaltali, að dánartalan hafi verið 40%o og að 400 hafi látizt þar á
öld, þ. e. 200 á 50 árum. Þetta stangast nokkuð við Þjórsárdalsút-
reikningana. Ekki stenzt heldur sá útreikningur Steffensens, að ef um
70 manneskjur yfir tvítugt hafi dáið í Þjórsárdal á 50 árum og dánar-
tala fólks yfir tvítugt hafi þar verið 19%c, samsvari það því, að íbúar
dalsins hafi verið 70.2)
Steffensen telur, að dalurinn hafi farið í eyði smám saman og
dregur þessa ályktun af því, að tala beinagrinda úr stálpuðum börnum
í Skeljastaðakirkjugarði sé svo hlutfallslega lág. Segir Steffensen þetta
sýna, að það hafi gerzt í Þjórsárdal ,,sem svo margar sveitir mega nú
horfa upp á, sem sé, að unga fólkið flytjist burtu, en það gamla sitji
eftir.“3 4) En það sem nú skeður í sveitum, sem eru að leggjast í auðn,
er ekki það, að börn upp til 14 ára aldurs flytji burtu. Það er einmitt
gamla fólkið og börn upp til 14 ára aldurs, sem heima sitja.
Steffensen telur sérkenni Þjórsárdals hafa verið hinn tiltölulega
stutta sköflung, sem sé arfgengt einkenni, og dregur þar af þá álykt-
un, að Þjórsdælir hafi „verið allflestir meira eða minna skyldir."1)
Ég tel, að ekki sé hægt að staðhæfa meira en það, að stuttur sköfl-
J) Samlíð og saga II, bls. 14.
2) Knoglerne paa Skeljastaðir, bls. 231—232.
s) Skírnir 1946, bls. 156.
4) Samtíð og saga II, bls. 21.