Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 66
HÁTÚ NINGAMELU R
OG GNÚPVERJAHREPPUR.
Eftir Hans Kuhn.
I.
Máldagi kristbús á Uppsölum í Landbroti, sem Jón Sigurðsson
telur, að hafi verið saminn þegar um miðja 12. öld, segir, að krist-
búinu skuli fylgja meðal annars ákveðin meltaka í Hátúningamel og
annar melteigur, sem liggur milli Hátúningamels og Hörgsdalsmels
(Dipl. Isl. I, bls. 199). Hátún eru skammt frá Uppsölum, Hörgsdalur
nokkru norðar á Síðu.
I máldaga kristbús á Breiðabólstað á Síðu og í skrá um rekafjörur
á söndum við Skaftárós, sem eru talin álíka gömul, er nefnd Hátún-
ingafjara og eins Dalbœinga-, Þykkbœinga-, Hörgsdœla- og Hörgs-
lendingafjörur (Dipl. Isl. I, bls. 203—204).
Merkilegust af þessum nöfnum eru Hátúningamelur og Hátúninga-
fjara. Handritin nefna mennina, sem bjuggu í Hátúnum, þó ekki Há-
túninga, heldur Hátúniga. Þannig er skrifað á öllum þremur stöðum,
en hins vegar reglulega Dalbœingar, Þykkbceingar og Hörgslendingar.
Því getur myndin Hátúnigar ekki verið ritvilla. I henni kemur fram
hljóðbreyting, sem er alls ekki einstæð. Af tveimur nefhljóðum, sem
stutt var á milli, hafa menn sleppt hinu síðara. Þetta er sama og í
þýzkum orðum eins og Honig, König og Pfennig, sem samsvara ís-
lenzku orðunum hunang, konungur og peningur. Þetta er breyting,
sem hefur ekki náð almennu gildi í íslenzku og horfið aftur, eins og
oft hefur skeð. Við megum þó álykta af myndinni Hátúnigar, að á 12.
öld hafi mönnum verið tamt að nota slík nöfn. Annars hefði breyting-
in ekki getað festst.
Orðið Hátúnigar vantar þar að auki hljóðvarp. Það ætti að heita
Hátýningar. Þannig er skrifað seinna (Dipl. Isl. III, bls. 245). Af
þessu má draga þá ályktun, að menn hafi um skeið ekki verið vanir að
mynda slík íbúanöfn af fún-nöfnum, þó að myndin -igar í stað -ingar
bendi til þess, að þau hafi seinna verið nokkuð algeng.