Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 67
67
Hvort tveggja er athugavert, einkum þó síðara atriðið. Myndun íbúa-
nafna fer á Islandi eftir sæmilega föstum reglum. Við samsett bæja-
og sveitanöfn er oftast skeytt -ingar, eins og Reykvíkingar, Mosfell-
ingar, Kjalnesingar, Borgfirðingar, Haukdœlingar og Grímseyingar.
Þessi ending veldur hljóðvarpi, þar sem hægt er. Þegar nöfn eru ó-
samsett, er oftast skeytt við menn: Dalamenn, Strandamenn, Land-
menn og svo framvegis. I Þingeyjarsýslum og nokkuð víðar tala menn
þó um Fjöllunga, Kinnunga, Sléttunga, Ströndunga og svipað. Á
miðöldum var í staðinn fyrir -menn stundum haft -verjar og einnig
'byggjar, til dæmis Oddaverjar og Hofverjar, Eyrbyggjar og Hamar-
byggjar, og í staðinn fyrir -dœlingar sagt -dcelir: Haukdcelir, Vatns-
dcelir, Bárödcelir og svo framvegis. Allar þessar myndanir eru gamlar
og flestar samgermanskar. Samt hefur við myndun íbúanafna hvergi
verið farið að eins og á Islandi, ekki í Noregi heldur. íslendingar hafa
skapað sér í þessu ekki síður en á öðrum sviðum sitt eigið kerfi, sem
er töluvert frábrugðið því, sem eldri þjóðirnar áttu. Norðmenn hafa
meðal annars myndað miklu færri íbúanöfn með viðskeytinu -ingar.
Hins vegar voru og eru íún-nöfn í Noregi afar fá. Það getur því verið,
að við hljóvarpsleysið í nafninu Hátúnigar sé ekkert annað athuga-
vert en að það sé vottur þess, að íslendingar hafi við myndun bæði
bæja- og íbúanafna snemma farið aðra leið en Norðmenn.
Nöfn, mynduð á sama hátt og Hátúningamelur og Dalbceingafjara,
voru á Islandi notuð að minnsta kosti á þrennan hátt.
I fyrsta flokki eru örnefni og einnig bæjanöfn, sem eru kennd við
menn, sem áttu heima á öðrum stað, svo að staðirnir komu ekki heim-
kynnum þeirra við, heldur einungis íbúunum. Flest slík nöfn eru
tengd við vegi. Það eru Eyfirðingavegur og Skagfirðingavegur, hinar
gömlu þingleiðir þessara manna, og við Eyfirðingaveg nöfn eins og
Eyfirðingakvísl og Eyfirðingavað. Svo Norðlingafljót, sem fellur í
Hvítá í Borgarfirði, Norðlingadceld í Vatnajökli. Hólamannavegur og
Hólamannaskarð í fjöllunum milli Hjaltadals og Hörgárdals og margt
annað, en líka nokkur gömul nöfn, eins og Hvínverjadalur á Kili,
Sygnakleif á Hornströndum og Hjaltdcelalaut, sem Landnámabók
nefnir. I þessu sambandi verður einnig að nefna Almannaskarð fyrir
austan, Almannafljót, gamla nafnið á Hverfisfljóti, Þingmannaheiði
í Barðastrandarsýslu og því um líkt. Slík nöfn eru til víðs vegar í
löndum og hafa meðal annars í Noregi og Svíþjóð létt mikið undir að
finna og rekja gamla fjallvegi, sem voru orðnir ókunnugir. Eins mun
það geta farið hér á íslandi.
5*