Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 69
69
er nefnt, talar skráin um haga og engi í Hlíðar (þ. e. Drápuhlíðar)
Iandi, sem Helgafellsstaður og Saurar áttu, og um selför, sem Bakka-
menn höfðu utan heimalandsins. Það er þó langt frá því, að hægt sé
að sanna, að þannig hafi verið almennt, og það þegar á 10. og 11.
öld. Til þess að komast hér að nokkuð öruggri niðurstöðu, mun þurfa
víðtækra rannsókna við. Þær ættu fyrst og fremst að vera staðbundn-
ar, innan takmarkaðra héraða. Ég tel það sennilegt, að þær muni fá
töluverða þýðingu fyrir búnaðarsögu landsins. Ég get hér ekki annað
en bent á nokkur atriði.
Elztu skjölin tala furðulega mikið um alls konar ítök kirkna og jarða
utan heimalandsins. Seinna virðist þeim fara ört fækkandi. Arni
Magnússon og Páll Vídalín nefna miklu færri. Þeir segja auk þess oft,
að jarðir og kirkjur hafi átt einhver ítök ellegar að sagt sé, að þær
hafi átt þau, eða þær eigi þau að nafni til. Nú er lítið af öllu þessu eftir.
Það er vitaskuld lítið mark á því, þó að kirkjur og klaustur hafi
viðað að sér alls konar ítökum og hlunnindum. En þau eru alls ekki
ein um það, þó að það beri sjálfsagt langmest á þeim í máldögunum.
Ég skal nú nefna helztu ítökin, sem koma fram í þeim fáu skjölum,
sem varðveitzt hafa frá 12. öld, en sleppa öllum ítökum kirkna, sem
ekki er hægt að sjá, hvaðan eru fengin.
I elzta máldaga Stafholtskirkju (Dipl. Isl. I, bls. 179—180) segir,
að einn maður, Steini prestur Þorvarðsson, hafi gefið kirkjunni
auk heimajarðarinnar og nokkurra annarra jarða þetta: þrjá hluti
laxveiðar í Þverá, kerveiði í Norðurá undir fossi, afrétt á Vesturárdal
eystra megin og Miðdalsmúla allan, Bjarnardal allan fyr'.r ofan Mæli-
fellsgil, selför í Þverárdal upp frá Kvíum, Hrísey í Hrcðavatni, alla ey
þá, er Þverárþing er í, og Þræley suður frá Bíldshömrum.
Kristbúið á Breiðabólstað á Síðu átti Geirlandsheiði, fjöru milli
Þykkbæinga- og Hörgsdælafjöru, fimm skógarteiga í Súlufclli og þrjá
í Fljótsdal inum vestra, afrétt í Lambatungur og á milli áa og fiskveiði
í Hörgsá upp til merkigarðs (Dipl. Isl. I, b!s. 203). Máldagar hinna
kristbúanna frá 12. öld nefna fimm melítök, tvö fjöruítök og ákveðið
skógarhögg í landi annarrar jarðar (Dipl. Isl. I, bls. 198—200). Um
sama tíma eru nefndar — auk þeirra fjara, sem þessi kristbú og
Þykkvabæjarkirkja áttu — rekafjörur átta bæja, sem lágu allar á
söndunum við Skaftárós (Dipl. Isl. I, bls. 204).
I elzta máldaga Rauðalækjarkirkju í Öræfum eru nefnd sem eign
Sandfellinga og þess, sem býr á Eyrarhorni, tveir fimmtu hlutar í