Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 70
70 Ingólfshöfða og tvö fjöruítök (Dipl. Isl. I, bls. 248—249). Elzti mál- dagi Miklaholtskirkju eignar Rauðmelingum ákveðinn hrossahaga í Miklaholtslandi. Kristbúið á Breiðabólstað á Síðu átti átta skógarteiga, fimm í Súlu- felli og þrjá í Vestra-Fljótsdal. Skógarítök eru nefnd í afar mörgum máldögum og öðrum fornbréfum, en þó einnig fjöruítök, engja-, beitar- og afréttarítök. A öðrum ber minna. Skógar- og engja- og einnig melítök eru oft kölluð teigar, eins og áðurgreindir skógar- teigar Breiðabólstaðar og melteigur kristbús á Uppsölum. Onnur ítök eru örsjaldan kölluð þessu nafni. Teigur er merkilegt orð. Það virðist vera haft í fyrstunni aðeins um landræmur, sem úthlutað var milli fleiri jarða. Þannig var orðið al- gengt í Svíþjóð. I Noregi var lítið um þetta, en það var þó til þar líka og er það enn. Oftast hefur orðið þar samt yngri merkingar, helzt landræma af ákveðinni stærð, aðallega engjaræma, og er jafnvel flatarmál, dagslátta eða því um líkt. Eins er í íslenzku. Svipuð merking orðsins hlýtur að hafa fylgt skógar- og engjateig- um miðalda. En teigarnir munu þó hafa verið misstórir á ýmsum stöð- um. Það er oft talað um fleiri teiga á sama stað, eins og um fimm skógarteigana, sem Breiðabólstaður átti í Súlufelli, og hina þrjá, sem hann átti í Vestra-Fljótsdal. Þetta er varla hægt að skilja öðruvísi en svo, að teigur hafi annaðhvort verið notað sem flatarmál, ellegar þá að skógum og engjum hafi verið skipt í marga parta milli jarða. Hið fyrra er þó mjög ólíklegt, aðallega vegna þess, að aldrei virðist vera talað um þriggja teiga skóg og því um líkt, en oft um þrjá skógarteiga og svipað. Þetta bendir því eindregið til þess, að skipulögð skipting skóga og engja hafi verið til, og það snemma og í ríkum mæli. Þó að orðið teigur sé merkilegt á þessum stöðum, þá er þó ennþá merkilegra, að skógarpartar voru einnig kallaðir skógartóftir. Þær eru nefndar að minnsta kosti á sjö stöðum á Suðaustur-, Suður- og Suðvesturlandi, í gömlum máldögum og í jarðabókinni, sem ísleifur sýslumaður Einarsson gerði 1708 og 1709 um Austur-Skaftafells- sýslu (Blanda I, bls. 1—38): Hvalsnes í Lóni átti skógartóft í Hlíðar- dal (Blanda I, bls. 16), Hólar í Nesjum í Hornafirði skógartóft eydda á Laxárdal í Hvammslandi (Blanda I, bls. 20), Syðri-Flatey á Mýrum í Hornafirði á skógarítak til eldingar lítilfjörlegt á Heinabergs- dal, sem heita á Bólstöðum í Geitakinn, og skógartóft innstu (Blanda I, bls. 28). Hof í Öræfum átti tvær skógartóftir, aðra hjá Björgum og hina í Hrútafelli (Dipl. Isl. II,, bls. 774). Reykjardalur í Ytri-Hrepp j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.