Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 74
74
eftir búnaðarháttum á meginhluta Norðurlanda og þeim orðum, sem
mest voru notuð þar um úthlutað land.
II.
Nöfn hreppa og héraða, sem eru mynduð eins og Hátúningamelur
og Dalbœingafjara — með íbúanafni í fyrri lið —, eru hér á Islandi
fá. Það eru aðeins hin gömlu nöfn fjórðunganna, Sunnlendingafjórð-
ungur — kallaður líka Rangceingafjórðungur —, Vestfirðinga- eða
Breiðfirðingatjórðungur, Norðlendinga- eða Eyfirðingatjórðungur og
Austfirðingafjórðungur, og svo nöfn sjö hreppa, sem liggja allir í
Rangárvalla- og Árnessýslum. I Rangárvaliasýslu er það Holtamanna-
hreppur og Landmannahreppur og einnig Áverjahreppur, sem Árni
Magnússon nefnir sem annað nafn á Rangárvallahreppi, í Árnessýslu
Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur, Hraungerðingahreppur
og Kallnesingahreppur. Síðustu tvö nöfnin eru nefnd aðeins í Land-
námabók. Eitt skylt nafn er enn til austur á Héraði: Útmannasveit.
Það er líka gamalt, en íbúanafnið er ekki dregið af neinu staðarnafni.
Svipað er með nafnið Skilmannahreppur í Borgarfjarðarsýslu, sem er
ungt og auk þess óljóst.
Það mætti kalla, að á öllu íslandi séu ekki til nema tveir hreppar,
Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur. Þeir eru Hrepparnir
framar öðrum. Hvert mannsbarn veit, þegar talað er um Hreppana,
að átt er við þessa og enga aðra, þó að til séu alls á landinu 160—
170 hreppar. Þeir eru aðgreindir oftast sem Eystri- og Ytri-Hreppur,
eins og þeir séu einir um þetta nafn. Bær í Hrunamannahreppi, sem
hét í gamla daga Hólar, heitir nú Hrepphólar, alveg eins og allir aðrir
bæir með Hóla-nafni lægju í engum hreppi. Þarna er ekki til
neitt annað nafn á sveitunum en Hreppa-natmð. En víðast annars
staðar sýnist hreppaskipunin liggja nokkuð laust á yfirborði. Það
má fara um flestar sveitir landsins, koma þar í hvern afdal og á
hvert útnes og heyra þó sjaldan nefndan hrepp á nafn. Menn tala
hversdagslega langtum meira um sveitir, og það jafnvel í alls konar
hreppsmálum. Þeir segja sveitarfélag og sveitarstjórn, að fara á sveit-
ina, sveitarómagi og sveitarstyrkur. Orðið hreppur virðist vera róí-
gróið helzt í nefndum tveimur Hreppum og þar í kring, bæði í Ár-
ness- og Rangárvallasýslum, en þó einnig vestur á Mýrum og í
Hnappadalssýslu. I báðum héruðunum eru sveitir, sem eru lítið að-
greindar frá náttúrunnar hendi, svo að þar mun mönnum hafa þótt