Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 79
79 veirið annaðhvort lægri tala eða engin. Þegar skipun hreppa var langt á veg komin, hefði slík breyting valdið miklum ruglingi og tæplega náð samþykki, nema þá að hrepparnir hafi víðast verið orðnir nógu mannmargir áður. Hins vegar virðist landsbyggðin í fyrstunni hafa verið afar strjál í flestum sveitum og mörg lögbýli seinni tíma ekki verið reist fyrr en seint á 10. eða á 11. öld.1) Samt var meðaltala bæja í hreppunum fyr- ir 100 árum, meðan víðast hvar voru svo til öll gömul lögbýli byggð, í 10 sýslum landsins aðeins milli 20 og 30, að meðtöldum öllum byggðum hjáleigum (í Borgarfjarðar-, Mýra-, Hnappadals-, Dala-, Barðastrandar-, ísafjarðar- og Stranda-, Norður-Þingeyjar- og báð- um Múlasýslum, eftir Jarðatali Johnsens frá 1847). Margir hreppar höfðu jafnvel færri en 20 bæi. Hvernig á þessu stendur, hvort það er sprottið af seinni skiptingu hreppa eða einhverju öðru, verð ég að láta liggja hér milli hluta. Ég held, að það séu samt ekki til minnstu líkindi fyrir því, að hreppaskipunin hafi verið orðin almenn, fyrr en langflest lögbýli seinni alda voru byggð, að minnsta kosti á Vestur- og Austurlandi. En svo hefur varla verið fyrr en eftir kristnitöku. Tíundarlögin, sem voru lögtekin árið 1096, fela fimm manna nefnd í hverjum hreppi að annast innheimtu allra tíunda og úthlutun þurfa- mannatíundar (Dipl. Isl. I, 77 og næstu bls.). Hreppaskipunin mun því hafa verið almenn fyrir 1100. Það hefur þó tekið töluverðan tíma, áður en þessu stigi var náð. Það sanna umskiptin í myndun hreppa- nafnanna — bæja- og sveitanöfn í staðinn fyrir íbúanöfn —. Við megum telja það víst, að landsmenn hafi ekki tekið upp þessa nýjung almennt, fyrr en nóg reynsla var fengin fyrir því, að hún kæmi að góðu gagni, og enn fremur, að þeir hafi ekki gert það í einum áfanga. Það er því einnig af þessum ástæðum sennilegt, að Hreppamenn hafi alls ekki myndað framfærslu- og vátryggingarfélög sín seinna en um miðja 11. öld. Á þessari öld var ísland orðið kristið og áhuginn á því að tryggja öllum ómögum einhverja framfærslu líklega orðinn meiri en áður. Bústaður fyrstu biskupanna var í nágrenni Hreppanna. Það getur vel verið, að þeir Isleifur og Gissur hafi átt þátt í því að innleiða skipulag þeirra á öllu landinu, ekki sízt vegna þess, að þeim hafði ekki tekizt að skipuleggja prestaköll og kirkjusóknir, sem hefðu getað tekið að sér hlutverk hreppanna. Elztu tíundarlögin sanna það til hlítar, að hreppa- skipunin er eldri en skipun kirkjusóknanna. Ólafur Lárusson, Byggd og saga, ])ls. 9—36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.