Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 83
&3 Eru í hrauni Ögmundar ótal margir þröskuldar, fáka meiða fæturnar og fyrir oss brjóta skeifurnar. Ur því að ég minntist á Ögmundarhraun, sem liggur skammt vest- ur af Krísuvík, milli Mælifells og Latfjalls, og gengur í sjó fram vestan Krísuvíkurbergs, afar illt yfirferðar, nema um einstigi það, sem í það hefur verið rutt endur fyrir löngu, þá get ég hér þeirrar sagnar, sem um þá vegarbót er sögð. Bóndinn í Krísuvík átti þræl þann, er Ög- mundur hét, og lagði sá hug á dóttur bónda, en ekki hefur bóndi kært sig um þær mægðir; samt gaf hann Ögmundi kost konunnar, en nokkuð skyldi hann til vinna, sem sé það að ryðja veg gegnum hraun það er fyrr getur. Tók þrællinn tilboði bónda og lauk verkinu á til- settum tíma, en launin urðu þau sömu sem þeir bræður Halli og Leiknir hrepptu, eftir að hafa rutt veg um hið illfæra Berserkjahraun, ■— dauðinn; hann var veginn að undirlagi bónda, og er dys hans við austurbrún hraunsins við 'Mælifell, og heitir hraunið síðan Ögmundar- hraun. Hvað sem er um sannfræði þessarar sagnar, er hitt víst, að í Ög- mundarhrauni og víðar á þessum fornu vegum hafa stórvirkir menn að verki verið sem sjá má enn í dag. Þá er að geta kostanna við þessar gömlu götur að nokkru; þeir voru ef til vill færri en ókostirnir, en þó skal nefnt hér t. d., að þar gáfust ótal tækifæri til athugunar á því, sem fyrir augu bar, svo sem landslagi, kennileitum, hvernig örnefni hefðu myndazt o. fl. Ot frá ýmsum þessum athugunum spunnust oft milli samferðamanna fróð- legar og skemmtilegar umræður. Til var það á leiðum milli byggðarlaga, þar sem talin var hálfnuð leið, að menn nefndu t. d. Hálfnaðarklett, Hálfnaðarhól, Hálfnaðar- skarð, Hálfnaðarsprungu. Öll þessi leiðarmerki af náttúrunnar hendi eru nú týnd eða að týnast, með niðurlagðri umferð um fornar slóðir. Ég ætla nú að lýsa að nokkru vegum, götum og stígum, sem liggja milli Hafnarfjarðar og Krísuvíkur og oftast voru farnir. Að sjálfsögðu sleppi ég hér þeim nýja Krísuvíkurvegi, sem nú er að mestu fullger. Þó á hann þegar nokkra sögu, en hún er annars eðlis og skal eklci rakin hér. Fyrst skal hér lýst þeim vegi, sem mest var farinn og aðallega, þegar farið var með hesta. Vegur sá var tekinn úr Hafnarfirði öðru- 6*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.