Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 84
84
hvoru megin Hamarskotshamars, upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkju-
garður Hafnfirðinga, upp í Lækjarbotna, með Gráhelluhrauni sunn-
anverðu, upp að Gjám, sem er hraunbelti frá því móts við Fremsta-
höfða, upp í Kaldársel. Þar var venjulega aðeins staldrað við, hestar
látnir drekka, þegar farið var yfir ána, því að oftast var ekki um ann-
að vatn að ræða, fyrr en til Krísuvíkur var komið.
Frá Kaldárseli lá leiðin yfir smáhraunbelti, unz komið var að
Undirhlíðum. Lá vegurinn suður með þeim, víða allsæmilegur, mold-
ar- og melgötur. Vegurinn liggur yfir eitt hraunhaft, norðarlega með
Undirhlíðum, kringum eldvörp þau, sem Ker heita, og hefur hraun
streymt þar upp undan hlíðinni á vinstri hönd, þegar suður er farið.
Syðst með Undirhlíðum, eða nokkru sunnar en Stórihríshvammur,
er farið yfir mel úr rauðu gjalli, og heitir sá melur Vatnsskarðsháls,
þaðan er stutt í Vatnsskarð, þar sem hinn nýi vegur liggur nú úr
hrauninu upp á hálsinn. I Vatnsskarði var talin hálfnuð leiðin milli
Hafnarfjarðar og Krísuvíkur. Venjulega var áð þar snöggvast, lagað
á hestunum, gert að, sem kallað var, stundum kippt ofan, einkum ef
lest var ekki þung. Þegar lagt er upp úr Vatnsskarði, taka við hinir
svonefndu Hálsar, réttu nafni Sveifluháls, og má segja, að suður með
hálsinum sé góður vegur. Sem næst þriggja stundarfjórðunga lesta-
gang frá Vatnsskarði skerst dálítil melalda fram úr hálsinum, og
heitir þar Norðlingaháls. Nokkru þar sunnar sjást í hálsinum leifar af
brennisteinshverum, og heitir það svæði Köldunámur. Þar litlu sunn-
ar tekur við stór grasflöt, sem Hofmannaflöt heitir. Við suðurenda
hennar rís upp úr hálsinum hæsti tindur Sveifluháls, sem Miðdags-
hnjúkur heitir. Veit ég ekki, hvernig það nafn er til orðið, — en gam-
alt er það. Ef um dagsmörk er að ræða í því sambandi, getur það
ekki komið frá Krísuvík. Fremur gæti það átt við frá Hvaleyri eða Asi
eða annars staðar í grennd Hafnarfjarðar. Þegar Hofmannaflöt slepp-
ir, er skammt ófarið að Ketilsstíg, þar sem vegurinn liggur upp yfir
hálsinn. Stór steinn er á hægri hönd og á honum dálítil varða, og er
það leiðarmerki um það, að þeir, sem til Krísuvíkur ætluðu, tækju
stíginn upp í hálsinn, en héldu ekki lengra suður með, því að sá veg-
ur lá til Vigdísarvalla og enda alla leið suður fyrir háls, og er syðsti
útvörður þessa langa og tindótta háls, fagurt, keilulagað fell, — Mæli-
fell. Þegar Ketilsstígur er tekinn, liggur vegurinn fyrst upp allbratt
klettahögg, en þegar upp á það er komið, liggur Ketillinn svo að segja
fyrir fótum manns. Ketillinn er kringlóttur, djúpur dalur eða skál inn
og ofan í hálsinn. Grasflöt er í botni Ketilsins, sem er svo djúpur, að
botn hans mun vera jafn undirlendinu fyrir neðan Hálsinn.