Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 85
85
Vestur- og norðvesturbrún Ketilsins er þunnur móbergshringur,
en norður-, austur- og suðurhliðar eru hálsinn sjálfur upp á brún, og
er hæð hans þar um 350 m. Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring
um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri,
að verið sé 30—45 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir
hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. Ketilsstígur
er tvímælalaust erfiðasti kaflinn á þessari hér um ræddu leið. Slæmt
þótti, ef laga þurfti á hestum í stígnum, og búast mátti við, ef baggi
hrökk af klakk, hvort heldur var á uppleið eða ofan, að hann þá, ef
svo var lagaður, ylti langt niður, því að utan stígsins, sem heita má
snarbrattur, eru mest sléttar skriður ofan í Ketilbotn. Ketilsstígur er
mjög erfiður klyfjahestum og sízt betri niður að fara en upp. Þegar
epp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður,
a!lt norður að Miðdagshnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Fol-
aldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir
sléttum mel til suðausturs, og blasir þar við hæsía nípa á austurbrún
hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðu-
vatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum
að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er
fram á síðari brekkuna, sem er brött, en stutt. Þegar brekkunni slepp-
ir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir.
Allur er hálsinn uppi, norðan vegar, gróðurlaus, en sunnan vegar
er sæmilegur gróður. Allhár og umfangsmikill hnjúkur er sunnan
vegarins, þegar austur af er farið, og heitir sá Hattur. Víðsýnt er af
vesturbrún Sveifluháls, þaðan sér yfir allan Faxaflóa, allt til Snæ-
fellsness, en af austurbrún blasir Atlantshafið við, sunnan Reykja-
ness. Þegar í Seltún kemur, er talið, að komið sé til Krísuvíkur, þó
er um einnar stundar lestagangur heim að Krísuvík. I Seltúni eru
nokkrir leirhverir, og kraumar í sumum græn leðja, aðrir eru dauðir.
Ur Seltúnshvamminum er farið yfir alldjúpt gil, Selgil. Á sumrum
seytlar þar vatn í botni, en á vetrum getur það orðið ófært með hesta
sökum fannar, sem í það skeflir, þar eð gilið er djúpt og krappt.
Sunnan gilsins er Seltúnsbarð, og stóðu þar fram yfir aldamót síð-
ustu tvö allstór timburhús, sem enskt félag, er rak brennisteinsnám
þar og í Brennisteinsfjöllum á síðari hluta nítjándu aldar, reisti þar.
Nú eru þessi hús löngu horfin. Af Seltúnsbarði er haldið yfir svo-
nefnda Vaðla. Eftir það taka við melar, og liggur vegurinn þar á vest-
urbakka Grænavatns. Nokkru norðvestar er Gestsstaðavatn, umlukt
háum melum, og sést ekki af veginum. Þegar Grænavatni sleppir, er
crstuttur spölur suður á móts við Nýjabæina, Stóri-Nýibær til vinstri,