Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 87
87
1-itli-Nýibær til hægri, og þar með komiS í Krísuvíkurhverfi. Milli
Nýjabæjanna og heimajarSarinnar Krísuvíkur er um 12 mín. gang-
ur. Tún heimajarSarinnar liggur sunnan undir og uppi í Bæjarfelli,
en bæjarhús, kirkjan og kirkjugarSurinn standa á hól eSa hrygg
sunnarlega á túninu.
Hér hefur veriS lýst aS nokkru aðaíveginum milli Krísuvíkur og
Hafnarfjarðar, sem, eins og fyrr segir, var oftast farinn og aðalleið
á sumrin, þegar farið var lausríðandi eða með lest, og var þessi leið
talin um 8 klst. lestagangur.
II.
Þá mun ég hér að nokkru lýsa tveimur stígum, sem vestar liggja
og aðallega voru farnir af gangandi mönnum, svo og ef farið var með
íáa hesta að vetrarlagi, bæði af því að þessar leiðir lágu mun beinna
við til Haínarfjarðar eða frá, svo líka eftir því, hvernig snjór lá, ef
mikill var. Ef snjó setti niður af austri eða norðaustri, t. d. meðan
menn höfðu viðdvöl í kaupstaðnum, var venjulega snjóléttara á þess-
um leiðum en með Undirhlíðum og Hálsum. Hins vegar gat síðar-
talda leiðin verið snjóminni, ef mikið snjóaði af suðvestri. Þetta þekktu
menn af langri reynslu. Annars voru vetrarferðir fátíðar með hesta
milli Krísuvíkur og Hafnarfjarðar. Þó kom fyrir, að farið var fyrir
jólin, aðallega þá með rjúpur til að selja, svo og stöku sinnum á út-
mánuðum. Venjulega fóru menn vetrarferðir, ef farnar voru, gang-
andi, og ýmist báru menn þá eða drógu á sleða það, sem með var
vcrið. Stillt var svo til, að tungl væri í vexti og færi og veðurútlit sem
ákjósanlegast. Margir voru þá mjög veðurglöggir, og var þar eftir
ýmsu að fara, sem löng reynsla, ásamt skarpri eftirtekt kenndi mönn-
um.
Stórhöfðastígur. Þegar ferðamenn ceííuðu Stórhöfðastíg, var far-
ið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum, um hlaðið í Ási, oft gist
þar, ef menn t. d. komu frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr
Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stór-
höfða, nokkurn spöl suðaustur með honum, lagt á hraunið frá suður-
horni hans, fyrst um gamalt klappahraun, þar til komið var á nýrra
brunabelti, sem á sínum tíma hefur runnið ofan á gamla hraunið.
Gegnum nýja brunann liggur stígur eða gata, sem enginn veit, hve-
nær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum.
I nýja brunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir dálitlir
blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir. Hólmar