Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 89
89
Hrauntungustígur. Þeir, sem ætluðu sér Hrauntungustíg frá
Hafnarfirði til Krísuvíkur, fóru um Jófríðarstaði að Ási, þaðan um
Skarð vestan Ásfjallsaxlar, yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamra-
ness, undir vesturenda þess, austur að stórum steini flötum ofan,
sem er þar stakur á jafnsléttu. Frá honum er farið suður á gamalt
helluhraun um 10 mínútur, þá tekur við Nýibruni eða Háibruni, sem
runnið hefur ofan á eldra hraunið. Gegnum brunann er, eins og á
Stórhöfðastíg, rudd allgreiðfær gata, sennilega gerð á svipuðum tíma
og Stórhöfðastígur, en hver það hefur látið gera, veit víst enginn, en
mjög gamlar eru þessar vegabætur, og eru þær sennilega fyrstu vega-
bætur, sem gerðar hafa verið til Krísuvíkur. Þó kann að vera, að stíg-
urinn gegnum Ogmundarhraun, sem fyrr getur, sé eldri, og þá senni-
lega þær fyrstu. Gegnum Háabrunann er sem næst 20 mín. gangur
með lest, og þegar á suðurbrún hans kemur, ganga til beggja handa
suður úr brunanum tvær brunatungur, sem stígurinn liggur suður á
milli, og ná þessar tungur spölkorn suður á svokallaðan Almenning,
sem er nú búfjárhagar Hraunajarðanna, en hefur fyrr á öldum, eins
og nafnið bendir til, verið frjáls til afnota fleiri en Hraunabændum,
t. d. til kolagerðar, og sjást þar enn allvíða leifar gamalla kolagrafa.
Af brunatungum þessum tel ég víst, að stígurinn hafi nafn fengið,
Hrauntungustígur.
Eftir að suður úr Hrauntungum kemur, er óglögg, sums staðar
jafnvel engin gata, og verður því sjónhending að ráða, enda torfæru-
laust yfir kjarri vaxið lágahraun, en allt á fótinn. Þegar kemur dálítið
upp í Almenninginn, fer maður nálægt gömlu selstæði, sem Gjásel
heitir, og er þar venjulega vatn. Sennilega hefur þar verið haft í seli
frá Þorbjarnarstöðum eða Stóra-Lambhaga í Hraunum. Nokkru aust-
ar er annað selstæði, sem Fornasel heitir. Þegar suður á há-Almenn-
ing kemur og útsýnið víkkar til suðurs, sést hár klettahryggur í suð-
vestur, og eru það Sauðabrekkur. Norður af þeim er farið yfir víða og
djúpa gjá, á jarðbrú, Sauðabrekkugjá, eftir það er komið á svonefnda
Mosa, sem er flatt grámosahraun, og er gata þar allglögg. Þá er hár
brunahryggur, sem liggur frá norðri til suðurs á vinstri hönd og heitir
Hrútagjá, Hrútadalir þar suður af. Þegar Mosum sleppir, hefur mað-
ur Mávahlíðarhnjúk og Mávahlíðar skammt sunnar á hægri hönd.
Móti Mávahlíðum syðst er lcomið í Hrúthólma; er það langur, en
fremur þunnur melhryggur, nokkuð gróinn neðan, öllum megin, smá-
vin í þessari brunaeyðimörk. Þegar úr Hrúthólma er farið, taka við
sléttar hraunhellur, ágætar yfirferðar. Sunnarlega á þessum hellum
er stakt móbergsfell, Hrútafell. Þegar á móts við það kemur, en það