Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 90
90
er nokkuð til hægri við stíginn, er stutt þar til komið er á sumar-
veg Krísuvíkur, skammt norðan Ketilsstígs.
Þessi leið, sem hér hefur lýst verið að nokkru, var að heita Tná
eingöngu farin af gangandi mönnum, og stundum ráku Krísvíkingar
fé til förgunar þessa leið. Sömuleiðis kom fyrir, að hún var farin af
Herdísarvíkurmönnum, svo og Selvogsbúum, þegar þeir ráku fé í
kaupstað, ef snjór var fallinn á fjallið og Kerlingarskarð, sem annars
var þeirra aðalleið til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Hér hefur þá nokkuð ýtarlega verið gerð tilraun til að lýsa þeim
þremur höfuðleiðum, sem lágu milli Hafnarfjarðar og Krísuvíkur,
frá því þar varð fyrst byggð, fram á síðustu ár.
III.
Að lokum vil ég svo geta að nokkru fjórðu leiðarinnar, sem kom
fyrir, að Krísvíkingar fóru, ef með hesta voru fyrir neðan, þ. e. í
Hafnarfirði, og dreif niður svo miklum snjó, að hinum leiðunum var
engri treyst. Þá gat þessi leið verið fær. Leið þessi lá frá byggð í
Hraunum sunnan Hafnarfjarðar. Þegar menn fóru þessa leið, var
venjulega farið út af Suðurnesjaveginum, norðan Rauðamels, skammt
sunnan Óttarsstaða, um Óttarsstaðasel, vestan undir Skógarnefjum,
sunnan Einihlíða, en norðan Lambafells, fram hjá afar stórum klettum,
sem eru einstæðir á sléttum mosaflákum og Bögguklettar heita, það-
an yfir brunatagl, sem liggur upp að norðurhálsi Trölladyngju, upp
slóða yfir hálsinn, síðan yfir helluhraun slétt norðan Hörðuvalla, sem
er nokkurt undirlendi mót norðri, milli Trölladyngju og Grænudyngju.
Þá er komið að fjalli, sem Fíflavallafjall heitir, og farið nokkuð suður
með því að austan, þar til komið er undir Stórusteinabrekku, þaðan
liggur stígurinn yfir slétt helluhraun norðan Hrútafells, unz komið er
á stíginn upp úr Hrúthólma, sem er á Hrauntungustígsleið, sem áður
getur.
Onnur leið upp úr Hraunum lá nokkru norðar, — eða upp frá
Þorbjarnarstöðum, venjulega norðan Draughólshrauns, um Straum-
sel, norðan Gömluþúfu, sem er hár og umfangsmikill klettur upp úr
hæstu hæð Hraunaskógar (Almennings).
Þegar upp fyrir Gömluþúfu kom, mátti fara hvort menn vildu held-
ur, austan eða vestan Sauðabrekkna, og var komið á Hrauntungu-
stíg norðan Mávahlíða. Þessi leið var helzt farin af Hraunamönnum,
er svo voru almennt kallaðir, sem fóru aðallega til fjárleita haust
og vor til Krísuvíkur, svo og af Krísvíkingum, þegar fyrir
kom, að þeir sóttu sjóföng til Hraunabænda, því að meðan Hrauna-