Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 92
92
hreyfingu á vatninu, er, að því er ég bezt veit, ósannað enn, þrátt fyrir
ýmsar minni háttar rannsóknir, sem venjulega hafa endað á getgát-
um sitt á hvað.
Landi því, sem að Kleifarvatni liggur, er þannig háttað í höfuð-
dráttum: Fyrir suðausturenda vatnsins er móbergshöfði, sem gengur
í vatn fram og heitir Geithöfði. Þá nokkru lengra til suðausturs er
hæðabunga, sem Gullbringa heitir. Þá tekur við grámosahraun, sem
steypzt hefur fram af fjallinu norðan Vörðufells og runnið í mjóu
belti í vatn fram og heitir Hvannahraun. Eftir það tekur Vatnshlíðin
við, brött og nokkuð grafin af giljum, sem ófær eru hestum, og þar
með lokast leiðin austan Kleifarvatns, því að vatnið liggur upp að
hlíðinni, en stórgrýtt er í botni við landið.
Innst í Vatnshlíðinni eru Hrossabrekkur, brattar og giljóttar. Þeg-
ar yfir þær er komið, telst, að komið sé inn fyrir Kleifarvatn að austan.
Vestan Kleifarvatns liggur Sveifluháls, brattur, tindóttur og svip-
mikill. Tveir stapar skaga austur úr hálsinum út í vatnið og heita
Syðri- og Innri-Stapi. Vegurinn liggur uppi á stöpunum, en milli
þeirra gengur klettarani fram að vatninu, en til þess að menn kæm-
ust leiðar sinnar með vatninu, varð að komast framan undir þessum
klettarana, en til þess að hægt væri að komast þar með klyfjahesta,
varð vatnið að vera allmikið fjarað, — eða lítið vaxið, ef í vexti var.
Nokkru innar en Innri-Stapi gengur hálsinn eða hamar úr honum
þverhnípt í vatn á litlum spöl. Þarna er hin svoneínda Hella. Þegar
hátt var í vatninu, náði það upp í Helluna, en stórgrýtt er í botni und-
ir hamrinum. Einstigi, aðeins fyrir gangandi menn, lá eftir Hellunni
um 10—20 m ofar vatni, en svo var stígur þessi tæpur, að ekki fóru
hann nema stöku menn, og það aðeins þegar autt var, og þá sumir á
sokkaleistum, og lofthræddir fóru þar alls ekki. Þegar inn fyrir Hell-
una kom, voru torfærur á Vatnsleiðinni yfirstígnar. Að öðru leyti var
þessi leið sem hér segir: Þegar farið var frá Krísuvík, var venjan að
vetri til að fara inn með Lambafellum, yfir Svuntulækinn, milli Lamba-
fells og Norðurkotsness, þaðan beint inn Nýjaland og inn á Kleifar-
vatn. Væri hins vegar farið á auðu, var farið úr Norðurkotsnesi, vest-
an við Nýjaland um Kaldrana. Á Kaldrana er sagt að ein hjáleiga
Krísuvíkur hafi verið fyrr meir, og segja munnmæli, að hún hafi eyðzt
vegna álaga, sem mæltu svo um, að allur silungur í Kleifarvatni
skyldi að loðsilung verða, en hann á óætur að vera, samanber vísu
þá, sem sagt er, að kveðin hafi verið á glugga í Krísuvík, eftir að
fólkið á Kaldrana hafði étið silunginn, en það vissi ekki, að það var
búið að gera hann að umskiptingi. Vísuna hef ég lært þannig: