Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 93
93
Liggur andvana
lýður á Kaldrana,
utan ein niðurseta,
sem ei vildi eta.
Nú sjást engin merki um býlið á Kaldrana, en staðinn geta menn
enn bent á.1)
Af Kaldrana liggur leiðin inn yfir Sand, um Syðri-Stapa. Eftir það
var farið ýmist alveg með vatninu eða aðeins ofar, þar til komið er
inn fyrir Hellu. Eftir það sléttur sandur, þar til komið er inn á Blesa-
flöt.
Þegar á hæðina kemur innan Blesaflatar, opnast útsýn til norðurs
og norðausturs. Til norðausturs sér inn með Lönguhlíð allt til Grinda-
skarða, og lengra í sömu átt sér til Vífilfells og Hengils.
Mestallt land í þessum víða fjallafaðmi, milli Lönguhlíðar og allt
til Vífilfells annars vegar, allt í sjó fram, sunnan Reykjaness til Hafn-
arfjarðar hins vegar, að nokkrum smærri fjöllum og hlíðum undan-
teknum, — er brunnið land, hraun á hraun ofan. Öll eru hraun þessi
mosavaxin, og allvíða annar gróður, svo sem viðarkjarr, lyng, víðir,
einir og margs konar grasategundir.
Þó að land þetta sýnist auðnarlegt og gróðursnautt yfir að líta, er
hér mörg matarholan fyrir búpening manna og margur fagur blettur
og aðlaðandi, þegar lærzt hefur að þekkja þá.
Af áður umgetinni hæð innan Blesaflatar liggur gatan inn á Breið-
dal, sem sendinn er að sunnanverðu, en að austan og norðan sam-
felldur harðvellisgróður og sem tún yfir að líta. Upp úr norðurbotni
Breiðdals er farið yfir allbratt melhaft, og þegar norður af því kemur,
er komið í Syðri-Leirdal, sem er aðeins sandur og leir, og má svo
heita, að samtengdur sé innsta dalnum á þessari leið — Slysadal.
Það nafn mun þessi dalur hafa fengið á síðari helmingi nítjándu aldar,
eftir að vinnumaður frá Krísuvík, sem var á leið til Hafnarfjarðar,
missti þar ofan um ís þrjá hesta, sem allir fórust.
I öllum þessum dölum er að vísu allmikið vatn á vetrum, sem svo
leggur í frostum, og ættu þeir því ekki að vera hættulegri yfirferðar
en Kleifarvatn. Hér hefur áreiðanlega einstök slysni hent þennan um-
rædda ferðamann, þar eð hann var klaklaust kominn yfir Kleifarvatn
x) Saga þessi er í Þjóðs. Jóns Árnasonar I, bls. 036—37. í nafnaskrá er
gert ráð fyrir, að bærinn sé Kaldrani á Skaga, enda er Kleifarvatn ekki nefnt
á nafn í sögunni. Sbr. þó Árbók fornl.fél. 1903, bls. 50.