Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Qupperneq 96
GRINDASKARÐAVEGUR.
(SELVOGSLEIÐ.)
Eftir Ólaf Þorvaldsson.
Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Arnessýslu gekk
venjulega undir nafninu Grindaskarða- eða Kerlingarskarðsvegur.
Leið þessi mun vera jafngömul fyrstu byggð í Selvogi, enda aðallega
af Selvogsmönnum farin, þar eð lega hreppsins er þannig, að fáir
aðrir áttu þar leið um. Að vísu gat það hent, að Selvogsmenn færu
um Krísuvík, varla þó nema lausríðandi, og þá annaðhvort af því,
að snjór var svo mikill á fjallinu, að ófært var talið, eða þeir áttu sér-
stakt erindi við Krísvíkinga.
Þessari aðalleið Selvogsmanna, Grindaskarðaleið, skal nú lýst hér,
eftir því sem föng eru á, svo og getið þeirra örnefna, sem nálægt
henni eru, og nokkurra fleiri, þótt fjær liggi. Legg ég svo upp frá
Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krísuvík-
ur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft,
norðvesturtagl Gráhelluhrauns. Að því slepptu er komið á moldar-
götur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst all-
stórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur
dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur. Þegar Setbergshlíð þrýt-
ur, er farið yfir bar, sem hraunið hefur hellzt fram, norðan Klifs-
holta, og heitir þá Smyrlabúðarhraun þar efra. Hraun þessi munu
mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti þvi, sem áður getur og
yfir er farið, áður en upp á móts við Klifsholt kemur, er hellir allstór,
Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi, meðan fjár-
búskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til
aðalhellisins og nokkuð niðurgengt, og vildi gólfið fljótt blotna, þegar
fé kom brynjað inn.
Laust eftir síðustu aldamót fundu menn úr félagi, sem nefndi sig
,,Hvat“ og í voru nokkrir ungir fjallgöngu- og landkönnunarmenn í
Reykjavík, helli skammt ofar og norðar en Kershelli. Op þessa hellis
er mjög lítið, en drjúgur spölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðal-