Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Side 103
103
til vinstri handar, en Lágahraun, með háum, strjálum hólum, til
hægri handar. Hvalskarðsbrekkur liggja í suður- og suðvesturdrög-
um víðáttumikillar heiðarbungu, er nefnist Heiðin há. Ekki er mikill
gróður uppi á Heiðinni há. Grámosi er þar fyrirferðarmestur, og ligg-
ur hann yfir hálfbrenndum grjóturðum. Mishæðalaus má heiðin telj-
ast, en dregst að toppi á alla vegu, og heitir efsti toppur hennar
Kerlingarhnjúkur og er 626 m hár. Útsýni í björtu er allmikið og oft
fagurt af heiðartoppnum, en þó sést ekki það fegursta, sem Heiðin
há hefur að bjóða, — en menn vita aðeins af því kringum sig — það
er nafn heiðarinnar, það er einkennilega fagurt, í senn fornlegt og
skáldlegt. Að velja einmitt þetta nafn, en ekki t. d. Háaheiði eða
eitthvað þvílíkt, lýsir því, hvað sá, sem skírði, hefur verið mikill
snillingur í nafngiftum á örnefni, og sennilegt er, að fleiri fögur og
sérkennileg örnefnaheiti um þessar slóðir eigi til sama manns að
telja. Má þar nefna Fjallið eina, sem sver sig greinilega í sömu ætt.
Þegar Hvalskarðsbrekkum sleppir og komið er nokkuð austur með
heiðarbrekkunum, er stór, stakur hraunhóll vestur við veginn, Þor-
valdshóll. Litlu austar, þegar brekkunum sleppir, eða þær lækka svo,
að útsýn opnast til norðausturs, blasir við í þeirri átt allstórt fell,
Orðarfell. Norðaustur af því eru grasbrekkur og lautir, Fornutorf-
ur, var þar oft slegið frá Hlíð og Vogsósum allmikið af finnungi.
Nokkru austan Þorvaldsháls er komið í Litla-Leirdal. Þaðan er smá-
spölur þar til talið er, að komið sé ofan af fjallinu. Þá er komið ofan
í Katlabrekkur, og er þá Hlíðarfjall til vesturs, en Svörtubjörg til
austurs. Þar uppi er Eiríksvarða, og á Eiríkur á Vogsósum að hafa
hlaðið hana til verndar Selvogi fyrir sjóránsmönnum, svo sem Tyrkj-
um. Kippkorn vestur með Hlíðarfjalli skagar smáháls fram úr fjallinu,
Sjónarháls. Af honum er stutt heim að Hlíð, sem nú er í eyði og hef-
ur verið um 40 ár. Hlíð er við austurenda Hlíðarvatns, og er þar dá-
góð silungsveiði. Rið ágætt á svonefndri Bunu. Beljar þar vatn undan
fjallinu, en hæfilega stór möl í botni sem hrygningarstaður. Að
Hlíð bjó Þórir haustmyrkur, sá er nam Selvog og Krísuvík, sem fyrr
segir. Vogsósar standa á sléttum völlum sunnar með vatninu. Ur
Katlabrekkum sér til Selvogsbyggðar, nema útbæjanna, Stakkavíkur
og Herdísarvíkur. Liggur nú leiðin til suðurs eða suðausturs, niður
vestur- og suðvesturdrög Selvogsheiðar. Þegar nokkuð niður í heið-
ina kemur, er farið í gegnum svonefnd Rof. Litlu neðar er farið vestan
undir smáhraunhæð, sem Vörðufell heitir. Við Vörðufell stóð nokkuð
fram yfir síðustu aldamót lögrétt Selvogsmanna, Vörðufellsrétt. Nú
eru réttir þeirra norðaustur af Svörtubjörgum.