Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 110
110
verið þakið með 60 sm 1. og 30—40 sm br. ileka eða loki úr hval-
beini, en upp þaðan, yfir höfuðið, með mikilli hellu, 40—50 sm í
þvm. Annars var engin kista um líkið. I ofanímokstrinum var einn
og einn dysjarsteinn.
1. mynd. í. og 2. kuml með beinagrindum og haugfé. — Graves í and 2'
with skeletons and objecls.
Haugfé var sem hér segir: Á brjóstinu var hringprjónn úr bronsi,
15 sm að 1., sívalur allur, og oddurinn dálítið boginn fram á við.
Hausinn er kantaður með gati í gegn, en hringinn vantar. Framan á
hausnum er dálítill brugðinn hnútur, mjög grunnt grafinn (2. mynd).
Nokkru ofar var smárablaSsnœla úr bronsi (2. mynd), mjög þunn og
lítil, 4,8 sm milli blaðbrodda, en með venjul. næluútbúnaði á baki. 1
miðjunni er lítið gat og annað á einu blaðinu. Á nælunni er skraut-
verk, sem þekur hana alla, grafið, en ekki upphleypt, eins og oft er á
smárablaðsnælum. Skrautverkið er smekklegt og ekki þesslegt, að
um uppleystan eða úrkynjaðan stíl sé að ræða, en því einkennilegra