Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 112

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Page 112
112 er, að ekki er unnt að draga það í dilk neins sérstaks víkingaaldar- stíls, og samsvarandi næla mun trauðla finnast á Norðurlöndum, þó að lag nælunnar, smárablaðslagið, sé þar mætavel þekkt. Það mun því varla of djarft að álykta, að næla þessi beri vott um séríslenzka stílþróun, en þó vitanlega á grundvelli hins samnorræna arfs, enda er yfirbragð skrautverksins ekki ólíkt Jalangursstíl að sumu leyti, t. d. uppundningarnir á blöðunum, og þá um leið minnir það á dýra- myndirnar á neðra borði kúptu nælanna. — Yfir um hægri hand- legg lá hnífur úr járni, með óvenjulega löngu tréskafti og lykkju á skaftendanum (3. mynd). Oddur hans og sömuleiðis prjónsins gengu undir vinstri framhandlegg beinagrindarinnar. Ryðguð járnstykki, óskilgreinanleg, voru á brjóstinu, en eitt við munn hinnar dauðu. A einu brotinu sjást för eftir ein- skeftu. Neðar í gröfinni og framan við beinagrindina var 3. inynd. llnifur úr 1. kumli. — Knife kambur úrhornbeini með járn- //07íi cjnnu 1. nöglum, óvandaður og tolldi ekki saman. Hjá honum voru tveir einkennilegir steinar, annar dökk- grár, eins og egg í lögun, en hinn hvítur með dökkum blettum, líkur tréskó í laginu. Ef til vill gætu þetta verið verndargripir, en hitt er þó einfaldari skýring, að þeir hafi verið hirtir vegna þess, hve skrítnir þeir eru. Við hnésbæturnar voru þrjár kúskeljar; var tveimur hvolft saman, en þeirri þriðju stungið niður á nefið fyrir aftan þær. Kú- skeljar eru mjög sjaldgæfar í fjörunni á Hafurbjarnarstöðum, og hafa þessar þrjár vafalítið verið nauðsynjagripir, matarílát. Um þetta kuml er ekki fleira að segja, en það er éftirtektarvert vegna þess, að það er eitt þeirra örfáu íslenzku kumla, sem hægt hefur verið að rannsaka vandlega, áður en því var nokkuð rótað. 2. kuml. Um 60 sm suðvestur af höfðahluta þessa kumls var barnskuml, sem snéri eins og það, en líkið, sem í því hafði verið jarðað, hafði snúið þveröfugt, höfuðið í VNV-endanum. Ofan að beina- grindinni, sem var úr ca 8 mánaða gömlu barni, voru um 30 sm. Hlaðið var yfir leiðið steinum á sama hátt og hina gröfina, en allir voru þeir smærri, líkt og þeir hefðu þótt fremur við hæfi barns- ins. Líkið hafði verið grafið í lítilli trékistu járnnegldri, 50 sm að l. og 20 sm að br. Lá í sömu stellingum og líkið í hinni gröfinni, á hægri hlið, fætur krepptir, handleggir niður með síðunum. Fram með kist- unni báðum megin voru reistir þunnir steinar. Ekkert haugfé. Þetta er fyrsta barnsgröfin, sem hér hefur fundizt frá heiðni, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.