Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 113
113
það er eftirtektarvert, hversu smekkvíslega og umhyggjusamlega um
er búið, en grynnra er grafið en lík fullorðinna.
Þessi tvö kuml, sem nú hefur verið lýst, eru ekki annað en lítilfjör-
legar leifar af kumlateignum, en um öll hin kumlin er vitneskjan rýr-
ari. Þó er lýsing bóndans fremur skilmerkileg, miðað við sinn tíma.
Alls fann hann 7 kuml á teignum, sem hann lýsir svo: ,,utan um hvert
dys var hlaðið grjóti og hellublöð lögð ofan á, og mun svo hafa verið
mokað að sandi eða þakið grassverði.“ Þessi fáu orð nægja til að
sýna, að umbúnaður þessara kumla hefur verið álíka og í kumlinu,
sem við rannsökuðum 1947. Þau hafa öll verið með grunnum gröf-
um og leiðisnefnu, en ekki verulegum haug, grjóti hlaðið að þeim
3. kuml. (Dysið nr. I). Þettá var það kumlið, sem stærst var og
með öllu óhaggað 1868. Það var 7 álna langt (ca 4,40 m) og 2
álna breitt (ca 1,25 m) um miðjuna, en mjókkaði til endanna; um
dýpt er ekkert sagt. Snéri rétt A-V. í austurenda kumlsins voru 2
beinagrindur, segir skýrslan, fullorðins manns og unglings, og snéru
höfuð til vesturs. I Þjóðminjasafninu eru tveir radii (Þjms. 570a—
b), sagðir úr 10—12 vetra gömlu barni, og skyldu þeir sanna, að
hinn ungi maður hefði raunverulega verið grafinn hjá hinum í kuml-
inu. En bein þessi eru bæði úr stórum hundi, og væri þá máske ástæða
til að eíast um sanngildi allrar sögunnar. En ég held, að þetta hafi
þó verið tvíkuml, eins og skýrslan greinir, og það af þessum ástæð-
um: 1) Kumlið var með öllu óhreyft, og finnandi hefur varla komizt
hjá að taka rétt eítir þessu, þegar tekið er tillit til hinnar frábæru
varðveizlu beina á þessum stað. 2) Hundsbeinin eru vafalaust úr
stórum hundi, sem lagður hafði verið við fætur mannanna, og hafa
þau verið tekin fyrir misskilning eða mistök í stað unglingsbeinanna,
sem taka hefur átt sem sýnishorn. 3) Árið 1938 fannst á kumla-
teignum einn jaxl úr unglingi, og getur hann ekki átt við neina þeirra
beinagrinda, sem hægt hefur verið að greina frá Hafurbjarnarstöðum.
Þessi jaxl er því líklega úr unglingnum úr 3. kumli. Verður enn að
teljast sanni næst, að það hafi verið tvíkuml.
Til fóta mönnunum lágu beinagrindur hests og hunds, hesturinn í
austurenda kumlsins, en hundurinn nær. Til hægri handar þeim lágu
vopn (4. mynd). Næst beinagrind fullorðna mannsins lá silfurbúið
sverð af S-gerð, Sverd bls. 143, mynd 114. Brandurinn er brotinn,
en á blóðreflinum er döggskór úr bronsi, með Jalangursstíl, ágætt
verk, sjá mynd í Árbók 1937—39, myndblað II, 1. Slíðrin hafa verið
8