Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 113

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 113
113 það er eftirtektarvert, hversu smekkvíslega og umhyggjusamlega um er búið, en grynnra er grafið en lík fullorðinna. Þessi tvö kuml, sem nú hefur verið lýst, eru ekki annað en lítilfjör- legar leifar af kumlateignum, en um öll hin kumlin er vitneskjan rýr- ari. Þó er lýsing bóndans fremur skilmerkileg, miðað við sinn tíma. Alls fann hann 7 kuml á teignum, sem hann lýsir svo: ,,utan um hvert dys var hlaðið grjóti og hellublöð lögð ofan á, og mun svo hafa verið mokað að sandi eða þakið grassverði.“ Þessi fáu orð nægja til að sýna, að umbúnaður þessara kumla hefur verið álíka og í kumlinu, sem við rannsökuðum 1947. Þau hafa öll verið með grunnum gröf- um og leiðisnefnu, en ekki verulegum haug, grjóti hlaðið að þeim 3. kuml. (Dysið nr. I). Þettá var það kumlið, sem stærst var og með öllu óhaggað 1868. Það var 7 álna langt (ca 4,40 m) og 2 álna breitt (ca 1,25 m) um miðjuna, en mjókkaði til endanna; um dýpt er ekkert sagt. Snéri rétt A-V. í austurenda kumlsins voru 2 beinagrindur, segir skýrslan, fullorðins manns og unglings, og snéru höfuð til vesturs. I Þjóðminjasafninu eru tveir radii (Þjms. 570a— b), sagðir úr 10—12 vetra gömlu barni, og skyldu þeir sanna, að hinn ungi maður hefði raunverulega verið grafinn hjá hinum í kuml- inu. En bein þessi eru bæði úr stórum hundi, og væri þá máske ástæða til að eíast um sanngildi allrar sögunnar. En ég held, að þetta hafi þó verið tvíkuml, eins og skýrslan greinir, og það af þessum ástæð- um: 1) Kumlið var með öllu óhreyft, og finnandi hefur varla komizt hjá að taka rétt eítir þessu, þegar tekið er tillit til hinnar frábæru varðveizlu beina á þessum stað. 2) Hundsbeinin eru vafalaust úr stórum hundi, sem lagður hafði verið við fætur mannanna, og hafa þau verið tekin fyrir misskilning eða mistök í stað unglingsbeinanna, sem taka hefur átt sem sýnishorn. 3) Árið 1938 fannst á kumla- teignum einn jaxl úr unglingi, og getur hann ekki átt við neina þeirra beinagrinda, sem hægt hefur verið að greina frá Hafurbjarnarstöðum. Þessi jaxl er því líklega úr unglingnum úr 3. kumli. Verður enn að teljast sanni næst, að það hafi verið tvíkuml. Til fóta mönnunum lágu beinagrindur hests og hunds, hesturinn í austurenda kumlsins, en hundurinn nær. Til hægri handar þeim lágu vopn (4. mynd). Næst beinagrind fullorðna mannsins lá silfurbúið sverð af S-gerð, Sverd bls. 143, mynd 114. Brandurinn er brotinn, en á blóðreflinum er döggskór úr bronsi, með Jalangursstíl, ágætt verk, sjá mynd í Árbók 1937—39, myndblað II, 1. Slíðrin hafa verið 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.