Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 116
116
6. mynd. Munslur á kambslíðrum úr 3. kumli. 1:1
Ornamcntal paltern on bonc-casc for comb, from
gravc 3.
kinnum, sem festar eru saman með endastykkjum, tvær á hvorri hlið.
Utskurður kambslíðranna úr 3. kumli er eitt meðal annars, sem sýnir
hið höfðinglega yfirbragð þessa legstaðar. Kamburinn og kambslíðrin
eru hvort tveggja mjög sambærilegt við sams konar gripi úr víkinga-
andargröf frá Skaill, Mainland, Orkneyjum, sjá Viking Antiquities II,
bls. 86, mynd 45.
— Þá er að nefna
tvær bronslertgjur
sem líklega hafa
verið festar sem
svipt með nöglum
um ólarenda. Á
annari er röð af uppdrifnum bólum. Líklega er þetta svipt af sverðs-
fatli.1) Er þá enn ótalið lítið brýni (4. mynd), fjórir rónaglar, einn
stór reknagli og fjórir litlir, kengur úr járni og járnbrotarusl ryðgað.
Talið er, að járnahröngl þetta sé leifar af bátsaum allmiklum, sem
í kumlinu hafi verið, og vissulega hefur þetta verið bátkuml, eins og
líka Ólafur bóndi gat sér til þegar í upphafi. I Skýrslu II, bls. 74, segir
Sigurður Guðmundsson: ,,Aftur á móti er sú tilgáta Ólafs bónda mjög
sennileg, að þessi lík hafi verið lögð í skip eða bát, vegna þeirra mörgu
ryðagna og rónaglabrota, er þar fundust allt í kring .... Þessi mein-
ing Ólafs styrkist og af því, að hann fullyrðir, að þetta leiði, eða það
stærsta, hafi verið oddmyndað til beggja enda. Hér verður samt að
athuga, að leiðið var aðeins 7 álnir á lengd og 2 á breidd (ca 4,40
og 1,25 m); innan þeirra takmarka mundi varla sá minnsti bátur
með því lagi, sem nú er haft, geta rúmazt, en þess ber um leið að
gæta, að fornir bátar höfðu oft miklu lengri kjöl og styttri lot en nú
er haft; hafi stefnin staðið nærri beint upp, eins og mér er sagt, að
hafi áður tíðkazt á bátum Hafnamanna, þá er stærð dyssins að ég
held nóg fyrir lítinn bát.“
Efasemd Sigurðar vegna smæðar kumlsins er óþörf, sem bezt sann-
ast, þegar það er borið saman við kumlið við Úlfljótsvatn (Kaldár-
höfðakumlið), sem óumdeilanlega var bátkuml, en þó enn minna en
það, sem hér um ræðir. Yfirleitt mun ekki ástæða til að efa, að 3.
kuml hafi verið bátkuml. Má í því sambandi minna á, að bóndanum
datt í hug, að þessir naglar væru úr báti, án þess að nokkur forn-
3) Þessar bronslengjur komu seinna (il safnsins (Þjms. 041), en voru sagð-
ar fundnar „í stóra dysinu“, enda er trúlegt, að þær liafi í öndverðu fylgt
sverð'inu.