Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Síða 123
MANNABEININ ÚR KUMLATEIGNUM
Á HAFURBJARNARSTÖÐUM.
Eftir Jón Steffensen.
Fyrstu beinin frá Hafurbjarnarstöðum komu á Þjóðminjasafnið
1868 og eru þau merkt 569 og 574. Síðan bárust safninu bein þaðan
10. 10. ’38, 13. 11. ’38 og 3. 5. ’39; þessum beinum lét bóndinn á
bænum safna saman jafnharðan og þau blés upp á kumlateignum.
Síðustu beinin komu svo í leitirnar 1947, eins og segir nánar frá í
greinargerð Kristjáns Eldjárns, þjóðminjavarðar, hér að framan. Hér
er fylgt sömu merkingu á kumlunum og hann hefur, að svo miklu
leyti sem við verður komið. Þau beinin, sem ekki verða með vissu
heimfærð til neins kumlsins, eru merkt bókstöfum. Hæð mannanna
er reiknuð út samkvæmt ,,i“ og ,,k“ formúlu Pearson’s (1898).
1. kuml. Svo að segja algerlega heil beinagrind og flest beinanna
alveg ósködduð. Þau eru úr konu á aldrinum 30—40 ára, sennilega
nær fertugu og að líkamshæð 156'/2 sm. Hún hefur verið langhöfði
(kranial index 73,9), með stórt, frekar lágt höfuð. Andlitið hefur
verið mjög langt miðað við breidd þess, og svo er einnig um hlutföllin
í nefstæðinu. Nefbeinin eru bein og augnatóftirnar ferhyrndar og
lágar í hlutfalli við breiddina. Tennurnar eru allar og óskemmdar,
en jaxlar talsvert farnir að slitna; hins vegar eru framtennurnar lítið
slitnar, og kemur það til af því, að framtennur í efri og neðri góm
hafa ekki mætzt. I efri góm standa þær gisið og talsvert fyrir framan
framtennur neðri góms, sem standa þröngt og mynda nær beina línu
milli augntannanna. Þegar hún hefur bitið saman tönnum, hefur ver-
ið gap, opið niður á við, milli framtanna efri og neðri góms, og trú-
lega hafa framtennur efri góms numið út yfir neðri vörina. Miðað við
efri kjálka er tanngarður neðri kjálka stuttur, sem kemur til af því,
hve hann er sérkennilega þverstýfður að framan. Talsverður tann-
steinn er á tönnunum, og tanngarðurinn er farinn að eyðast á brún-
unum, eflaust vegna tannholdsbólgu. Innan á tanngarði neðri kjálka
eru miklir beinútvextir, svo kallaður kjálkagarður (torus alveolaris