Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 129
HERDÍSARVÍK í ÁRNESSÝSLU.
Eftir Ólaf Þorvaldsson.
I.
Stutt lýsing jarSarinnar.
Jörðin Herdísarvík er vestasti bær í Selvogshrcppi og þar með
vestasti bær í Arnessýslu með sjó fram. Jörðin liggur fyrir botni sam-
nefndrar víkur, og er hún vestast í vogi þeim, er Seívogur heitir, all-
víður og bogamyndaður, gengur inn í landið frá suðri. Takmörk hans
eru: Selvogstangar að austan, en Qlnbogi, austan Háabergs í Herdís-
arvíkurlandi, að vestan. Tún jarðarinnar er í suðurjaðri Herdísarvíkur-
hrauns, hólótt og dældótt, jarðvegur grunnur, því að víðast er grunnt
á hrauni. Með beztu umhirðu gefur túnið (he’matúnið) af sér um
tvö kýrfóður, ca 80 hesta. Fyrir öllu túninu að sunnan er smátjörn, og
er dálítil silungsveiði í henni, fáu fólki til smekkbætis og nokkurra
búdrýginda, en skynsamlega verður að fara að þeirri ve:ði, ef ekki á
að uppræta stofninn, þar sem líka utanaðkomandi, óviðráðanleg at-
vik geta stórfækkað silungnum á nokkrum klukkutímum, og er það
þegar stórflóð koma í tjörnina af völdum stórviðra af hafi, en þeim
fylgir þá ævinlega stórbrim. Annars er saga Herdísarvíkur-silungsins
þannig: Fyrir um sjötíu árum lét Árni Gíslason, fyrrv. sýslumaður í
Skaftafellssýslum, sem þá bjó í Krísuvík og átti báðar jarðirnar,
flytja um eða innan við 100 silunga, fullþroskaða, sem hann fékk
úr Hlíðarvatni, út í Herdísarvíkurtjörn. Voru þeir bornir í bala og
fötum með vatni í. Flestir munu þessir silungar hafa komizt lifandi í
tjörnina, og kona, sem þá var unglingur í Herdísarvík, sagði þeim,
er þetta ritar, að morguninn eítir hefðu nokkrir silungar legið dauðir
við landið, þar sem þeim var sleppt í tjörnina, en hinir verið
horfnir út í vatnið. Eftir nokkur ár fór að veiðast þarna við og við sil-
ungur til matar fyrir heimafólk. Þegar fram liðu stundir, kom í ljós,
að þarna náði silungurinn miklu meiri þroska en hann nær yfirleitt
í Hlíðarvatni, og mun aðalorsök þess vera meira og betra æti, t. d. er
þar um mikla marfló að ræða, svo og mikinn hotngróður.
Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkur-
9